Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson skrifa 8. desember 2024 09:03 Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun