Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones skrifa 6. desember 2024 13:31 Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun