Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones skrifa 6. desember 2024 13:31 Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Rannsóknir sýna að konur njóta tónlistar eftir konur og karla en karlar hlusta mest á aðra karla. Það er rótgróið í ríkjandi kynjakerfi að það sem þykir „kvenlegt“ eða „stelpulegt“ sé síðra í menningu drengja og karla. Þar liggur potturinn grafinn. Hinn stjórnsami Algor Rytmi, sem ræður neyslu okkar í dag og tekur mið af því sem við hlustum á eða gætum haft áhuga á út frá kyni og aldri, hlýtur að hafa áttað sig á því sem rannsóknir sýna. Hann matar konur af tónlist eftir bæði konur og karla en matar karla mest af tónlist eftir karla (í meira mæli – ekki í öllum mæli). Þegar mbl.is slengir fram þessari staðreynd án þess að velta því upp hvað veldur og lætur þar með lesandann fylla inn í eyðurnar, þá getur kona túlkað það sem svo að fólk hafi ekki áhuga á að hlusta á íslenskar tónlistarkonur, konur þurfi bara að gera betur og að ekki einu sinni Laufey – sem á að þykja svo góð – kemst á lista. Miðað við tölfræði frá streymisveitum um hlustendavenjur eiga konur miklu erfiðara með að ná í gegn þar sem þær ná eingöngu til eyrna tæplega helmings mannkyns. Á meðan eiga starfsbræður þeirra greiðari leið að eyrum allra, óháð kyni. Og hvað meinar höfundur með setningunni: „Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið“ Tónlistarkonur eru ekki „bara“ söngkonur þó að söngkonur séu snilld. Höfundur endar greinina á: Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum. En nákvæmlega þetta hefur verið eitt af baráttumálum kvenna í tónlist í fjölda ára. Við erum tónlistarkonur og innan okkar raða eru lagahöfundar, textahöfundar, upptökustjórar, söngkonur, rapparar, hljóðfæraleikarar, dj-ar osfrv. Konurnar sem að höfundur tilgreinir í pistlinum, Bríet og GDRN eru báðar laga- og textahöfundar og titlast því báðar sem tónlistarkonur. Nýverið kynnti KÍTÓN, félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist, frumraun sína í lagalistagerð með frábærum Spotify-lista af 30 íslenskum jólalögum eftir um 40 frábærar íslenskar tónlistarkonur! Tilgangur verkefnisins er að lyfta kvenhöfundum þar sem eitt af meginmarkmiðum KÍTÓN er að leiðrétta skekkju á höfundarréttartekjum. Við mælum með að rúlla listanum á aðventunni og njóta þess hvað við eigum frábæra kven laga- og textasmiði. Fyrir þá sem vilja velja sér lagalista í stað þess að láta mata sig. https://open.spotify.com/playlist/2zHX5UI29kHonUg3QLCfyV?si=531173156ae24054 Virðingarfyllst, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Helga Ragnarsdóttir, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Lára Rúnarsdóttir, Lilja Sól Helgadóttir, Sóley Stefánsdóttir og Steinunn Camilla Stones. Höfundar skipa stjórn KÍTÓN - félag kvenna, kynsegin og transfólks í tónlist.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar