Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 22:59 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/TERESA SUAREZ Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira