Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar 4. desember 2024 08:32 „Reykskynjari kom í veg fyrir mikinn eldsvoða í fimm hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirðinum í nótt. Í ljós kom að kviknað hafði í borði út frá kertaskreytingu og þegar reykskynjari vakti íbúa íbúðarinnar blasti við þeim varðeldur í miðri stofunni. Íbúarnir sprautuðu úr slökkvitæki á eldinn en það dugði ekki til og var kominn mikill reykur í stofuna þannig að þeir gerðu það rétta forðuðu sér út” Þegar líða fer að jólum fjölgar fréttum sem þessum af eldsvoðum þar sem reykskynjari bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir stórbruna. Það er þess vegna sem alþjóðlegur dagur reykskynjarans er í byrjun desember ár hvert en þá er fólk hvatt til að huga að eldvörnum á heimilum sínum. Tveir eða fleiri reykskynjarar eiga að vera á hverju heimili og best er að hafa þá í öllum rýmum. Ódýrasta öryggistækið Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki og skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. Það er lang skynsamlegast að hafa reykskynjara í öllum rýmum og ef möguleiki er þá er best að hafa þá samtengda þannig að hljóðmerki komi frá þeim öllum ef eldur kemur upp. Reykskynjarar eiga að minnsta kosti að vera framan við eða í hverju svefnherbergi og á hverri hæð á heimilinu. Staðsetjið reykskynjara í lofti, 30-50 cm frá vegg. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim þegar þeir gefa frá sér hljóðmerki. Líftími rafhlaða er mismunandi og erfitt að alhæfa um endingu þeirra. Hvað getur þú gert? Árlega er fólk hvatt til að kanna stöðuna á öllum reykskynjurum heimilisins með því einfaldlega að ýta á takkann á hverjum einasta reykskynjara heimilisins. Ef reykskynjarinn er í lagi þá pípir hann við það að ýtt sé á takkann og gefur það til kynna að hann virki. Ef ekkert hljóð heyrist er reykskynjarinn líklega batteríslaus og því gagnslaus með öllu, þá þarf að skipta um batterí hið snarasta. Þegar nýtt batterí er komið í reykskynjarann má svo ekki gleyma að prófa hvort hann virki ekki örugglega. Hefur þú setið í sumarhúsi eða vaknað upp við píp á mínútu fresti? Það er mjög líklega reykskynjari að láta vita að rafhlaðan sé að verða búin. Eldvarnir um jólin Samkvæmt gögnum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verður breyting á útköllum vegna elds yfir hátíðirnar þar sem tíðni eykst á kvöldin og næturnar samanborið við restina af árinu. Orsakir elds geta verið margvíslegar en á ársgrundvelli má rekja 21% þeirra til rafmagns og 20% vegna eldamennsku. Þetta beinir sjónum okkar að hleðslutækjum, fjöltengjum og jólaseríum. Gætum þess að ofhlaða ekki millistykki og hlaða rafhlaupahjól fjarri flóttaleið og eldfimum efnum. Förum varlega í eldhúsinu, gleymum ekki pottum eða pönnum á hellu og höfum eldvarnarteppi við höndina. Kertaljós og kósí Förum gætilega með opinn eld og loga þegar við lýsum upp skammdegið. Það getur verið hættulegt að vera með kerti við opinn glugga og nálægt gluggatjöldum eða þurru greni. Þarna er samankomin hin eldfima þrenning : logi, súrefni og brennanlegt efni. Eins og fyrr segir þá er góð regla að byrja aðventuna á því að prófa reykskynjara, láta skoða slökkvitækin okkar og ganga úr skugga um að eldvarnarteppið sé sýnilegt í eldhúsinu. Farið varlega á aðventunni og njótið hennar örugglega með eldvarnirnar í lagi. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
„Reykskynjari kom í veg fyrir mikinn eldsvoða í fimm hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirðinum í nótt. Í ljós kom að kviknað hafði í borði út frá kertaskreytingu og þegar reykskynjari vakti íbúa íbúðarinnar blasti við þeim varðeldur í miðri stofunni. Íbúarnir sprautuðu úr slökkvitæki á eldinn en það dugði ekki til og var kominn mikill reykur í stofuna þannig að þeir gerðu það rétta forðuðu sér út” Þegar líða fer að jólum fjölgar fréttum sem þessum af eldsvoðum þar sem reykskynjari bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir stórbruna. Það er þess vegna sem alþjóðlegur dagur reykskynjarans er í byrjun desember ár hvert en þá er fólk hvatt til að huga að eldvörnum á heimilum sínum. Tveir eða fleiri reykskynjarar eiga að vera á hverju heimili og best er að hafa þá í öllum rýmum. Ódýrasta öryggistækið Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki og skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. Það er lang skynsamlegast að hafa reykskynjara í öllum rýmum og ef möguleiki er þá er best að hafa þá samtengda þannig að hljóðmerki komi frá þeim öllum ef eldur kemur upp. Reykskynjarar eiga að minnsta kosti að vera framan við eða í hverju svefnherbergi og á hverri hæð á heimilinu. Staðsetjið reykskynjara í lofti, 30-50 cm frá vegg. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim þegar þeir gefa frá sér hljóðmerki. Líftími rafhlaða er mismunandi og erfitt að alhæfa um endingu þeirra. Hvað getur þú gert? Árlega er fólk hvatt til að kanna stöðuna á öllum reykskynjurum heimilisins með því einfaldlega að ýta á takkann á hverjum einasta reykskynjara heimilisins. Ef reykskynjarinn er í lagi þá pípir hann við það að ýtt sé á takkann og gefur það til kynna að hann virki. Ef ekkert hljóð heyrist er reykskynjarinn líklega batteríslaus og því gagnslaus með öllu, þá þarf að skipta um batterí hið snarasta. Þegar nýtt batterí er komið í reykskynjarann má svo ekki gleyma að prófa hvort hann virki ekki örugglega. Hefur þú setið í sumarhúsi eða vaknað upp við píp á mínútu fresti? Það er mjög líklega reykskynjari að láta vita að rafhlaðan sé að verða búin. Eldvarnir um jólin Samkvæmt gögnum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verður breyting á útköllum vegna elds yfir hátíðirnar þar sem tíðni eykst á kvöldin og næturnar samanborið við restina af árinu. Orsakir elds geta verið margvíslegar en á ársgrundvelli má rekja 21% þeirra til rafmagns og 20% vegna eldamennsku. Þetta beinir sjónum okkar að hleðslutækjum, fjöltengjum og jólaseríum. Gætum þess að ofhlaða ekki millistykki og hlaða rafhlaupahjól fjarri flóttaleið og eldfimum efnum. Förum varlega í eldhúsinu, gleymum ekki pottum eða pönnum á hellu og höfum eldvarnarteppi við höndina. Kertaljós og kósí Förum gætilega með opinn eld og loga þegar við lýsum upp skammdegið. Það getur verið hættulegt að vera með kerti við opinn glugga og nálægt gluggatjöldum eða þurru greni. Þarna er samankomin hin eldfima þrenning : logi, súrefni og brennanlegt efni. Eins og fyrr segir þá er góð regla að byrja aðventuna á því að prófa reykskynjara, láta skoða slökkvitækin okkar og ganga úr skugga um að eldvarnarteppið sé sýnilegt í eldhúsinu. Farið varlega á aðventunni og njótið hennar örugglega með eldvarnirnar í lagi. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun