Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. desember 2024 23:03 Stefanía segir Sjálfstæðisflokkinn hafa unnið varnarsigur þrátt fyrir lökustu frammistöðu flokksins. Stöð 2 Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að miðað við niðurstöðurnar megi ætla að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu flokkshollari en kjósendur hinna ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Framsóknar, sem misstu mun meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn endaði með 7,8 prósenta fylgi og fimm þingmenn og Vinstri græn eru horfin af þingi með 2,3 prósenta fylgi en voru með átta þingmenn. Þá segir hún formann Sjálfstæðisflokksins reyndan stjórnmálamann og að kosningabarátta flokksins hafi gengið vel. Miðflokkurinn hafi veitt flokknum samkeppni síðustu vikur og mánuði en fataðist flugið á síðustu metrunum. Þá hafi fylgið aftur ratað til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka tapað fylgi til Viðreisnar. „En það vannst varnarsigur,“ segir Stefanía en að á sama tíma sé þetta lakasta frammistaða flokksins í kosningum hingað til. Kristrún verði að hafa eitthvað að sýna Formenn flokkanna fara allir á fund forseta á morgun. Stefanía segir að forsetinn muni ræða við frambjóðendur um þeirra sýn og hvort þau sjái fram á að mynda meirihluta. „Kristrún verður að sýna fram á, til dæmis, að hún telji líklegt að Viðreisn og Flokkur fólksins séu tilbúin með henni í vegferð,“ segir hún og að það sé nokkuð líkleg niðurstaða eftir fund formannanna með forsetanum á morgun. Það þurfi þó ekki að þýða að það verði lokaniðurstaðan. Sama yrði að gilda um Bjarna en sá möguleiki sé ekki í hendi alveg strax vegna þess að boltinn er hjá Viðreisn. Flokkur fólksins hafi gefið út að þau vilji fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn en að Viðreisn þurfi að spila leikinn þannig að þau reyni að fá fram sem mest af sínum stefnumálum án þess þó að gefa of mikið eftir. Formennirnir halda á fund forseta í fyrramálið. Kristrún Frostadóttir er fyrst klukkan 9. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Hún segir að miðað við niðurstöðurnar megi ætla að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu flokkshollari en kjósendur hinna ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Framsóknar, sem misstu mun meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn endaði með 7,8 prósenta fylgi og fimm þingmenn og Vinstri græn eru horfin af þingi með 2,3 prósenta fylgi en voru með átta þingmenn. Þá segir hún formann Sjálfstæðisflokksins reyndan stjórnmálamann og að kosningabarátta flokksins hafi gengið vel. Miðflokkurinn hafi veitt flokknum samkeppni síðustu vikur og mánuði en fataðist flugið á síðustu metrunum. Þá hafi fylgið aftur ratað til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka tapað fylgi til Viðreisnar. „En það vannst varnarsigur,“ segir Stefanía en að á sama tíma sé þetta lakasta frammistaða flokksins í kosningum hingað til. Kristrún verði að hafa eitthvað að sýna Formenn flokkanna fara allir á fund forseta á morgun. Stefanía segir að forsetinn muni ræða við frambjóðendur um þeirra sýn og hvort þau sjái fram á að mynda meirihluta. „Kristrún verður að sýna fram á, til dæmis, að hún telji líklegt að Viðreisn og Flokkur fólksins séu tilbúin með henni í vegferð,“ segir hún og að það sé nokkuð líkleg niðurstaða eftir fund formannanna með forsetanum á morgun. Það þurfi þó ekki að þýða að það verði lokaniðurstaðan. Sama yrði að gilda um Bjarna en sá möguleiki sé ekki í hendi alveg strax vegna þess að boltinn er hjá Viðreisn. Flokkur fólksins hafi gefið út að þau vilji fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn en að Viðreisn þurfi að spila leikinn þannig að þau reyni að fá fram sem mest af sínum stefnumálum án þess þó að gefa of mikið eftir. Formennirnir halda á fund forseta í fyrramálið. Kristrún Frostadóttir er fyrst klukkan 9.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04