Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar 28. nóvember 2024 08:52 Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun