Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:31 Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun