Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:50 Börn læra snemma að betra er að vera stór en lítill, að með stærð fylgja áhrif og völd. Við tölum um stórkostleg afrek, smálegan árangur, barnalega hegðun og sandkassaleik. Þið skiljið hvað ég er að fara. Þessi hugsun litaði lengi íslensk stjórnmál, þar sem málefni barna voru sett til hliðar og fengu takmarkað rými í samanburði við „það sem raunverulegu máli skiptir“ eins og brýr og jarðgöng. En það hefur breyst. Á Norðurlöndum eru málefni barna stór þáttur stjórnmálaumræðunnar. Á námsárunum í Svíþjóð upplifði ég það skýrt. Þar er minnistæðast þegar sænskur menntamálaráðherra mætti í beina útsendingu kvöldfréttanna til að ræða bekkjarstærðir í grunnskólum og áhrif þeirra á líðan barna, og það á hátindi kosningabaráttu til Ríkisdagsins. Á sama tíma á Íslandi hefði slíkt verið óhugsandi. Lögfesting Barnasáttmálans og tímabær breyting Þegar Alþingi lögfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var stigið mikilvægt skref í þágu barna. Þótt sáttmálinn skapaði grunn fyrir umræðu um réttindi þeirra hafði lögfestingin lítil áhrif á vægi barna í stjórnmálum. Þau voru áfram jaðarsett, falin inni í stærri málaflokkum. Árið 2017 bar hins vegar til tíðinda. Það birtist viðtal í Fréttablaðinu við nýjan félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason. Þar lýsti hann yfir að ráðherratíð hans yrði helguð málefnum barna og raunverulegum breytingum í þágu þeirra. Ég þekkti hann ekki á þeim tíma, en orð hans snertu marga, þar á meðal undirritaða. Það var eitthvað sem gaf sterklega til kynna að hann meinti það sem hann sagði, að þetta væri ekki innihaldslaus yfirlýsing. Ný sýn á málefni barna Ásmundur fylgdi þessum orðum eftir. Hann varð að eigin ósk fyrsti barnamálaráðherra Íslands, eða róluvallaráðherra eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útnefndi gjörninginn. Með áherslu á málefni barna hófst Ásmundur handa við að móta löggjöf, stefnur og aðgerðir sem hafa haft raunveruleg áhrif á líf barna á Íslandi. Hann lyfti þakinu og skapaði rými fyrir barnapólitík á Íslandi. Breytingarnar komu ekki allar í einu, heldur smám saman. Þetta var ekki aðeins spurning um lagabreytingar eða stefnumótun, heldur raunverulega viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Frá því að Ásmundur tók við sem barnamálaráðherra hafa málefni barna fengið áður óþekkt vægi í íslenskri pólitík (loksins!). Fjárfesting í börnum hefur stóraukist, og nú er algengt að ráðherrar vísi til þess hversu mikilvæg börn eru í pólitískri umræðu. Það væri því engin furða í dag ef íslenskur ráðherra mætti í kvöldfréttir til að ræða t.d. hópastærðir í skólum, slík umræða hefur fengið rými til að vaxa. Mælanlegur árangur Árangurinn af þeim breytingum sem Ásmundur hefur farið fyrir sem barnamálaráðherra er ekki aðeins byggður á huglægu mati heldur mælanlegu. Fjárfesting í börnum hefur margfaldast frá árinu 2017. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn eru nú orðnar að veruleika, sem ekki aðeins bæta líðan barna heldur draga úr ójöfnuði. Ný lög um farsæld barna tryggja hverju barni stuðning í gegnum flóknar áskoranir. Með samþættingu þjónustu er grunnurinn lagður að nýrri nálgun þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni. Snemmtæk inngrip hafa einnig skilað árangri. Tölur sýna að kvíði meðal grunnskólabarna hefur minnkað, tíðni eineltis hefur lækkað, og félagsleg þátttaka barna hefur aukist. Verkefni eins og „Allir með,“ sem tryggir fötluðum börnum þátttöku í íþróttum, hefur bætt félagslega stöðu þeirra og líðan. Listinn yfir afrek Ásmundar í þágu barna væri margar blaðsíður en við höfum því miður ekki rými til að lista þau öll upp hér. Hugrekki stjórnmálamanns til að setja börn í fyrsta sætið Það er ekki einfalt að vera málsvari barna. Sú vinna krefst þrautseigju og langtímasýnar sem oft er líklegt að skili ekki áþreifanlegum árangri fyrr en mörgum árum síðar. Þar sem ákvörðunum stjórnmálamanna er oft stjórnað af fjögurra ára kjörtímabilum, má segja að áhersla Ásmundar að setja börn í fyrsta sæti sé einstaklega hugrökk. En það skýrist líka af því að hún kemur til af ástríðu og einlægum áhuga á að gera líf barna á Íslandi betra, frekar en að hún sé til komin til að kaupa vinsældir. Sumt af því sem hann hefur komið í framkvæmd hefur gengið vonum framar, annað er í góðum farvegi og ótal mörg mál voru á leiði inn í þingið þegar ótímabær stjórnarslit stoppuðu þau. Það er hins vegar ljóst að framlag hans hefur markað tímamót. Málefni barna eru nú áberandi í íslenskri pólitík og stjórnmálaumræðu. Ásmundur Einar Daðason hefur skapað nýjan farveg fyrir málefni barna á Íslandi. Arfur hans er ekki aðeins lagabreytingar heldur nýtt viðhorf í íslenskum stjórnvöldum, að setja þau sem minnst völd hafa, en mesta þörf, í fyrsta sætið. Áfram eða afturábak? Nú þegar kosningar eru framundan stendur valið um hvort þessi bylting heldur áfram eða hvort við snúum við í miðri á. Foreldrar og fagaðilar, ömmur og afar, frænkur og frændur og ungt folk sem hafa upplifað áhrif þessara breytinga, þurfa að spyrja sig, getur eitthvert okkar virkilega hugsað sér að missa róluvallaráðherrann? Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Börn læra snemma að betra er að vera stór en lítill, að með stærð fylgja áhrif og völd. Við tölum um stórkostleg afrek, smálegan árangur, barnalega hegðun og sandkassaleik. Þið skiljið hvað ég er að fara. Þessi hugsun litaði lengi íslensk stjórnmál, þar sem málefni barna voru sett til hliðar og fengu takmarkað rými í samanburði við „það sem raunverulegu máli skiptir“ eins og brýr og jarðgöng. En það hefur breyst. Á Norðurlöndum eru málefni barna stór þáttur stjórnmálaumræðunnar. Á námsárunum í Svíþjóð upplifði ég það skýrt. Þar er minnistæðast þegar sænskur menntamálaráðherra mætti í beina útsendingu kvöldfréttanna til að ræða bekkjarstærðir í grunnskólum og áhrif þeirra á líðan barna, og það á hátindi kosningabaráttu til Ríkisdagsins. Á sama tíma á Íslandi hefði slíkt verið óhugsandi. Lögfesting Barnasáttmálans og tímabær breyting Þegar Alþingi lögfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var stigið mikilvægt skref í þágu barna. Þótt sáttmálinn skapaði grunn fyrir umræðu um réttindi þeirra hafði lögfestingin lítil áhrif á vægi barna í stjórnmálum. Þau voru áfram jaðarsett, falin inni í stærri málaflokkum. Árið 2017 bar hins vegar til tíðinda. Það birtist viðtal í Fréttablaðinu við nýjan félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason. Þar lýsti hann yfir að ráðherratíð hans yrði helguð málefnum barna og raunverulegum breytingum í þágu þeirra. Ég þekkti hann ekki á þeim tíma, en orð hans snertu marga, þar á meðal undirritaða. Það var eitthvað sem gaf sterklega til kynna að hann meinti það sem hann sagði, að þetta væri ekki innihaldslaus yfirlýsing. Ný sýn á málefni barna Ásmundur fylgdi þessum orðum eftir. Hann varð að eigin ósk fyrsti barnamálaráðherra Íslands, eða róluvallaráðherra eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útnefndi gjörninginn. Með áherslu á málefni barna hófst Ásmundur handa við að móta löggjöf, stefnur og aðgerðir sem hafa haft raunveruleg áhrif á líf barna á Íslandi. Hann lyfti þakinu og skapaði rými fyrir barnapólitík á Íslandi. Breytingarnar komu ekki allar í einu, heldur smám saman. Þetta var ekki aðeins spurning um lagabreytingar eða stefnumótun, heldur raunverulega viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Frá því að Ásmundur tók við sem barnamálaráðherra hafa málefni barna fengið áður óþekkt vægi í íslenskri pólitík (loksins!). Fjárfesting í börnum hefur stóraukist, og nú er algengt að ráðherrar vísi til þess hversu mikilvæg börn eru í pólitískri umræðu. Það væri því engin furða í dag ef íslenskur ráðherra mætti í kvöldfréttir til að ræða t.d. hópastærðir í skólum, slík umræða hefur fengið rými til að vaxa. Mælanlegur árangur Árangurinn af þeim breytingum sem Ásmundur hefur farið fyrir sem barnamálaráðherra er ekki aðeins byggður á huglægu mati heldur mælanlegu. Fjárfesting í börnum hefur margfaldast frá árinu 2017. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn eru nú orðnar að veruleika, sem ekki aðeins bæta líðan barna heldur draga úr ójöfnuði. Ný lög um farsæld barna tryggja hverju barni stuðning í gegnum flóknar áskoranir. Með samþættingu þjónustu er grunnurinn lagður að nýrri nálgun þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni. Snemmtæk inngrip hafa einnig skilað árangri. Tölur sýna að kvíði meðal grunnskólabarna hefur minnkað, tíðni eineltis hefur lækkað, og félagsleg þátttaka barna hefur aukist. Verkefni eins og „Allir með,“ sem tryggir fötluðum börnum þátttöku í íþróttum, hefur bætt félagslega stöðu þeirra og líðan. Listinn yfir afrek Ásmundar í þágu barna væri margar blaðsíður en við höfum því miður ekki rými til að lista þau öll upp hér. Hugrekki stjórnmálamanns til að setja börn í fyrsta sætið Það er ekki einfalt að vera málsvari barna. Sú vinna krefst þrautseigju og langtímasýnar sem oft er líklegt að skili ekki áþreifanlegum árangri fyrr en mörgum árum síðar. Þar sem ákvörðunum stjórnmálamanna er oft stjórnað af fjögurra ára kjörtímabilum, má segja að áhersla Ásmundar að setja börn í fyrsta sæti sé einstaklega hugrökk. En það skýrist líka af því að hún kemur til af ástríðu og einlægum áhuga á að gera líf barna á Íslandi betra, frekar en að hún sé til komin til að kaupa vinsældir. Sumt af því sem hann hefur komið í framkvæmd hefur gengið vonum framar, annað er í góðum farvegi og ótal mörg mál voru á leiði inn í þingið þegar ótímabær stjórnarslit stoppuðu þau. Það er hins vegar ljóst að framlag hans hefur markað tímamót. Málefni barna eru nú áberandi í íslenskri pólitík og stjórnmálaumræðu. Ásmundur Einar Daðason hefur skapað nýjan farveg fyrir málefni barna á Íslandi. Arfur hans er ekki aðeins lagabreytingar heldur nýtt viðhorf í íslenskum stjórnvöldum, að setja þau sem minnst völd hafa, en mesta þörf, í fyrsta sætið. Áfram eða afturábak? Nú þegar kosningar eru framundan stendur valið um hvort þessi bylting heldur áfram eða hvort við snúum við í miðri á. Foreldrar og fagaðilar, ömmur og afar, frænkur og frændur og ungt folk sem hafa upplifað áhrif þessara breytinga, þurfa að spyrja sig, getur eitthvert okkar virkilega hugsað sér að missa róluvallaráðherrann? Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun