Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 08:22 Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun