Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:37 Diego lætur gjarnan fara vel um sig í A4 í Skeifunni. Vísir Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“ Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“
Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira