Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:23 Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Dómsmál Trúmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun