Enn talsverður kraftur í eldgosinu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 16:00 Hraun flæðir enn í átt að varnargörðum við Svartsengi. Þar fer nú fram hraunkæling. Vísir/Vilhelm Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að til samanburðar megi nefna að hraunflæðið í gosinu seinnipartinn í dag, mánudag, sé metinn á við hraunflæðið í kröftugustu gosunum í Fagradalsfjalli. Nyrsti gígurinn er virkastur og frá honum liggur nú megin hraunstraumurinn til austurs. Í nótt sást af og til slettast kvika upp fyrir gígbarma syðsta gígsins en ekki hefur sést til virkni í honum í dag. Svipað á við um miðgíginn sem var virkasti gígurinn fyrstu daga gossins, en verulega dró úr virkni í honum í gær. Samkvæmt tilkynningu hefur ekki sést virkni í honum í dag í vefmyndavélum. Þá kemur einnig fram að hraunstraumurinn sem hefur legið til vesturs hefur hægt á sér og kólnað á yfirborði. Enn megi þó búast við því að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborði í átt að varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið þó svo að dregið hafi töluvert úr framrás þess. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar mældu útbreiðslu hraunsins á laugardaginn þegar gos hafði staðið yfir í um þrjá daga. Þá var heildarrúmmál hrauns orðið um 43 milljónir rúmmetra og þakti það um 8,5 ferkílómetra lands. Þetta er um 65 prósent af því rúmmáli sem kom upp í síðasta eldgosi sem stóð í 14 daga. Þá segir að land haldi áfram að síga í Svartsengi en að hægt hafi á því. Enn sé of snemmt að segja til um það hvort kvikusöfnin haldi áfram undir Svartsengi. Þá er bent á að mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með gosmengun. Vindáttin snúist í dag og verði breytileg og því megi vænta þess að gosmengun geti dreifst um nærliggjandi svæði á suðvesturhelmingi landsins. Sjá gasdreifingarspá og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat og er það óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir til kl. 15, miðvikudaginn 27. nóvember, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þar segir að til samanburðar megi nefna að hraunflæðið í gosinu seinnipartinn í dag, mánudag, sé metinn á við hraunflæðið í kröftugustu gosunum í Fagradalsfjalli. Nyrsti gígurinn er virkastur og frá honum liggur nú megin hraunstraumurinn til austurs. Í nótt sást af og til slettast kvika upp fyrir gígbarma syðsta gígsins en ekki hefur sést til virkni í honum í dag. Svipað á við um miðgíginn sem var virkasti gígurinn fyrstu daga gossins, en verulega dró úr virkni í honum í gær. Samkvæmt tilkynningu hefur ekki sést virkni í honum í dag í vefmyndavélum. Þá kemur einnig fram að hraunstraumurinn sem hefur legið til vesturs hefur hægt á sér og kólnað á yfirborði. Enn megi þó búast við því að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborði í átt að varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið þó svo að dregið hafi töluvert úr framrás þess. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar mældu útbreiðslu hraunsins á laugardaginn þegar gos hafði staðið yfir í um þrjá daga. Þá var heildarrúmmál hrauns orðið um 43 milljónir rúmmetra og þakti það um 8,5 ferkílómetra lands. Þetta er um 65 prósent af því rúmmáli sem kom upp í síðasta eldgosi sem stóð í 14 daga. Þá segir að land haldi áfram að síga í Svartsengi en að hægt hafi á því. Enn sé of snemmt að segja til um það hvort kvikusöfnin haldi áfram undir Svartsengi. Þá er bent á að mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með gosmengun. Vindáttin snúist í dag og verði breytileg og því megi vænta þess að gosmengun geti dreifst um nærliggjandi svæði á suðvesturhelmingi landsins. Sjá gasdreifingarspá og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat og er það óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir til kl. 15, miðvikudaginn 27. nóvember, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira