Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 18:10 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir. Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar.
Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira