Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 08:34 Árás næturinnar jafnaði átta hæða hús við jörðu og skemmdi önnur nærliggjandi hús. AP/Hassan Ammar Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. BBC hefur eftir fjölmiðlum í Líbanon að allt að fimm sprengjur hafi hæft átta hæða hús í Basa-hverfi Beirút í nótt, um klukkan fjögur að nóttu til. Svo virðist sem engar viðvaranir hafi verið gerðar, eins og Ísraelar hafa af og til gert í aðdraganda árása í borginni. Fjölbýlishúsið var jafnað við jörðu og önnur nærliggjandi hús skemmdust verulega. Ekki liggur fyrir hvert skotmark árásarinnar var en fregnir hafa borist af því að mögulega hafi það verið meðlimur í stjórnarráði Hezbollah. Ísraelar hafa fellt fjölmarga leiðtoga hryðjuverkasamtakanna á undanförnum mánuðum. Þar á meðal eru æðstu leiðtogar samtakanna og margir millistjórnendur. Sjá einnig: Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Samkvæmt Reuters er þetta í fjórða sinn í þessari viku sem Ísraelar varpa sprengjum á miðja Beirút en hingað til hafa árásir þeirra að mestu verið gerðar á sunnanverð úthverfi borgarinnar, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Fréttamaður BBC birti meðfylgjandi myndband eftir árásina í nótt. Videos coming from the attack site in Basta, central Beirut are terrifying.This one shows the extent of the destruction. Apart from the building that was flattened, several other buildings have been badly damaged. This happened at 0400 when people were sleeping. pic.twitter.com/E3v7iMmS5N— Nafiseh Kohnavard (@nafisehkBBC) November 23, 2024 Eftir árás næturinnar gerðu Ísraelar einnig árásir í suðurhluta Beirút sem herinn segir að beinst hafi gegn stjórnstöð Hezbollah, vopnageymslu og öðrum skotmörkum. Í yfirlýsingu frá hernum segir að skotmörkin hafi verið meðal íbúðarhúsa en gripið hafi verið til aðgerða til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Þar á meðal hafi fólk verið varað við því að yfirgefa svæðið í aðdraganda árásanna. מטוסי קרב של חיל האוויר, בהכוונת אגף המודיעין, תקפו מספר מפקדות, מחסן אמצעי לחימה ותשתיות טרור נוספות של חיזבאללה במספר גלי תקיפות במרחב הדאחייה שבביירות ביממה האחרונה>> pic.twitter.com/xjFCgWGitH— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) November 23, 2024 Fréttamaður BBC á svæðinu sagði íbúa þriggja bygginga í suðurhluta Beirút hafa verið varaða við og þeim gert að yfirgefa hús sín. Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liiða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Fjöldi látinna hefur verið uppfærður. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið þeim fimm milljónir dala sem frelsar gísl úr prísund sinni á Gasa. Þá lofar hann því að viðkomandi og fjölskylda hans fái að yfirgefa Gasa og komast í öruggt skjól. 20. nóvember 2024 08:03 Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina. 17. nóvember 2024 14:21 Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. 29. október 2024 11:47 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
BBC hefur eftir fjölmiðlum í Líbanon að allt að fimm sprengjur hafi hæft átta hæða hús í Basa-hverfi Beirút í nótt, um klukkan fjögur að nóttu til. Svo virðist sem engar viðvaranir hafi verið gerðar, eins og Ísraelar hafa af og til gert í aðdraganda árása í borginni. Fjölbýlishúsið var jafnað við jörðu og önnur nærliggjandi hús skemmdust verulega. Ekki liggur fyrir hvert skotmark árásarinnar var en fregnir hafa borist af því að mögulega hafi það verið meðlimur í stjórnarráði Hezbollah. Ísraelar hafa fellt fjölmarga leiðtoga hryðjuverkasamtakanna á undanförnum mánuðum. Þar á meðal eru æðstu leiðtogar samtakanna og margir millistjórnendur. Sjá einnig: Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Samkvæmt Reuters er þetta í fjórða sinn í þessari viku sem Ísraelar varpa sprengjum á miðja Beirút en hingað til hafa árásir þeirra að mestu verið gerðar á sunnanverð úthverfi borgarinnar, þar sem ítök Hezbollah hafa verið mikil í gegnum tíðina. Fréttamaður BBC birti meðfylgjandi myndband eftir árásina í nótt. Videos coming from the attack site in Basta, central Beirut are terrifying.This one shows the extent of the destruction. Apart from the building that was flattened, several other buildings have been badly damaged. This happened at 0400 when people were sleeping. pic.twitter.com/E3v7iMmS5N— Nafiseh Kohnavard (@nafisehkBBC) November 23, 2024 Eftir árás næturinnar gerðu Ísraelar einnig árásir í suðurhluta Beirút sem herinn segir að beinst hafi gegn stjórnstöð Hezbollah, vopnageymslu og öðrum skotmörkum. Í yfirlýsingu frá hernum segir að skotmörkin hafi verið meðal íbúðarhúsa en gripið hafi verið til aðgerða til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Þar á meðal hafi fólk verið varað við því að yfirgefa svæðið í aðdraganda árásanna. מטוסי קרב של חיל האוויר, בהכוונת אגף המודיעין, תקפו מספר מפקדות, מחסן אמצעי לחימה ותשתיות טרור נוספות של חיזבאללה במספר גלי תקיפות במרחב הדאחייה שבביירות ביממה האחרונה>> pic.twitter.com/xjFCgWGitH— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) November 23, 2024 Fréttamaður BBC á svæðinu sagði íbúa þriggja bygginga í suðurhluta Beirút hafa verið varaða við og þeim gert að yfirgefa hús sín. Ísraelar og Hezbollah, sem njóta stuðnings klerkastjórnar Íran, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Átökin þeirra á milli náðu nýjum hæðum þegar Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar og mannskæðar loftárásir í Líbanon og gerðu innrás í ríkið fyrr í haust, með því yfirlýsta markmiði að reka Hezbollah-liiða frá suðurhluta Líbanon. Að minnsta kosti 3.500 manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela í Líbanon, samkvæmt yfirvöldum þar, og rúm milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Fjöldi látinna hefur verið uppfærður.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið þeim fimm milljónir dala sem frelsar gísl úr prísund sinni á Gasa. Þá lofar hann því að viðkomandi og fjölskylda hans fái að yfirgefa Gasa og komast í öruggt skjól. 20. nóvember 2024 08:03 Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina. 17. nóvember 2024 14:21 Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. 29. október 2024 11:47 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið þeim fimm milljónir dala sem frelsar gísl úr prísund sinni á Gasa. Þá lofar hann því að viðkomandi og fjölskylda hans fái að yfirgefa Gasa og komast í öruggt skjól. 20. nóvember 2024 08:03
Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina. 17. nóvember 2024 14:21
Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. 29. október 2024 11:47