Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 27. nóvember 2024 09:00 Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða. Hinsegin konur hafa í það minnsta tvöfalda jaðarsetningu. Þær eru jaðarsettar vegna þess að þær eru konur og þær eru jaðarsettar fyrir hinseginleika sinn. Lesbíur, tvíkynhneigðar konur, trans konur, intersex konur tilheyra allar jaðarhóp sem er útsettari fyrir ofbeldi, sér í lagi í nánum samböndum. Þessar konur verða bæði fyrir ofbeldi vegna hinseginleika síns og vegna þess að þær eru konur. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu EL*C, evrópskum samtökum hinsegin kvenna, hefur ofbeldi og hatursorðræða gagnvart lesbíum og tvíkynhneigðum konum færst í aukana á sama tíma og við sem samfélag verðum ónæmari fyrir ofbeldinu. Í skýrslunni eru tiltekin einstaka atvik ofbeldis og er meðal annars sagt frá ofbeldi í almannarýmum þar sem ráðist var á hinsegin konur vegna kynhneigðar og kyntjáningar sinnar. Listinn er ekki tæmandi en dæmin eru mörg og þau gefa mynd af veruleika hinsegin kvenna sem lítið er talað um. Lesbíur, trans konur og fólk með óhefðbundna kyntjáningu verður fyrir áreitni á almenningssalernum eða er meinaður aðgangur. Hinsegin konur eru kynferðislegar áreittar á vinnustöðum, skemmtistöðum og á samfélagsmiðlum. Ráðist er að hinsegin konum sem leiðast á almannafæri og þeim nauðgað til þess að leiðrétta kynhneigð og kyntjáningu þeirra. Þetta er ekki fjarlægur veruleiki þó að ekki séu dæmi frá Íslandi í skýrslunni. Við vitum að þetta er einnig veruleiki margra hinsegin kvenna á Íslandi. Ofbeldi gegn hinsegin konum er ekki bara í almannarýmum. Það getur verið lúmskt og falið, sérstaklega í nánum samböndum, en dæmin sýna að gerendur nýta oft hinseginleikann til þess að niðurlægja, til dæmis með því að koma í veg fyrir að maki fái aðgang að hormónalyfjum, gaslýsa eða hóta að koma upp um hinseginleika. Konur sem ekki eru hinsegin en eru grunaðar um hinseginleika eru einnig beittar ofbeldi. Þær eru kannski bara með stutt hár, eru óvenju hávaxnar eða bera einhver einkenni þess sem gerandanum þykir hinsegin. Það er þess vegna mikilvægt að fordæma hatursorðræðu og áreitni, því hún hefur áhrif á allar konur. Bakslag í málefnum kvenna og hinsegin fólks er raunverulegt á heimsvísu, líka á Íslandi. Það hefur óneitanlega mikil áhrif á þær sem tilheyra báðum hópum: hinsegin konur. En við getum barist gegn því með aukinni meðvitund og samstilltu átaki. Bjarndís er formaður Samtakanna '78 og Bergrún er skrifstofustjóri Samtakanna '78.Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök alls hinsegin fólks og veita gjaldfrjálsa ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur lent í ofbeldi vegna hinseginleika veita Samtökin ‘78 aðstoð og stuðning. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun