Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson, Jónína Guðmundsdóttir og Karl Andreassen skrifa 22. nóvember 2024 16:33 Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun