Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 16:39 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristni Eiðssyni og sviptingu á ökuréttindum til hálfs árs vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Kristinn ók strætisvagni suðvestur Skeiðarvog og beygði til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi kona gengið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætisvagninn hafnað á henni. Konan féll til jarðar, hafnaði undir dekki vagnsins og lést nær samstundis. Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Á henni mátti sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygði í átt að henni. Þrátt fyrir það hefði bílstjórinn ekið óhikað að konunni. Hún sæist á upptöku lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum en án árangurs. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæður hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæður átt að gefa tilefni til aksturs með aukinni aðgát. Landsréttur sagði ekkert nýtt hafa komið fram við málsmeðferðina sem kallaði á endurskoðun á niðurstöðuna í héraði. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi þeim hvoru tvær milljónir króna en Landsréttur lækkaði bæturnar í 350 þúsund krónur. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Dómsmál Strætó Samgönguslys Reykjavík Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. 3. janúar 2024 18:02
Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. 18. desember 2022 07:01