„Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. nóvember 2024 21:35 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu sannfærandi fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Þrátt fyrir sigur var Emil Barja, þjálfari Hauka, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. „Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik. Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
„Ég met þennan leik sem leiðinlegasta lek sem ég hef tekið þátt í. Við unnum með fjórtán stigum en við stungum þær aldrei af og það vantaði alla orku og gleði.“ „Það var sérstök stemning hérna og við sáum að það vantaði marga leikmenn hjá Grindavík og þá fórum við að slaka á. Þetta endaði sem ótrúlega leiðinlegur leikur og vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað,“ sagði Emil eftir leik. Emil var mjög ósáttur út í frammistöðu liðsins þrátt fyrir fjórtán stiga sigur og hann útskýrði það nánar. „Orkustigið. Það er gaman að horfa á leiki þegar allir eru að skutla sér á eftir boltanum og fara í fráköst og gera hlutina vel. En þegar allir ætla að gera hlutina á hálfum hraða og hitt liðið var ekki á fullum hraða heldur þá endar þetta eins og neðri deildar leikur.“ „Við komumst aðeins yfir og í staðinn fyrir að halda áfram og klára þetta þá fóru þær að róa sig niður og spara orkuna eða eitthvað. Ég veit ekki hvað olli þessu og þetta var mjög sérstakur leikur.“ Aðspurður út í varnarleik liðsins sem hélt Grindavík undir 70 stigum og heimakonur voru með 30 tapaða bolta sagði Emil að liðið hafi pressað vel. „Við pressuðum stíft eins og við gerum alltaf. Það voru samt veikleikar í pressunni og þær skoruðu allt of mikið þegar við pressuðum. Þrátt fyrir að við náðum að stela nokkrum boltum fengum við fullt af körfum í andlitið út af því að við gerðum mistök í pressunni,“ sagði Emil Barja eftir leik.
Haukar Bónus-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira