Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:17 Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun