Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 22:43 Fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga, með breytingum fjárlaganefndar, var samþykkt í dag. vísir/vilhelm Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins. Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn Vinstri grænna, sem sögðu sig úr starfstjórninni, voru á meðal þeirra 24 þingmanna sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu í dag. Deila um kílómetragjaldið svokallaða hefur staðið einna hæst frá því að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram í september. Gjaldinu sem var á endanum hent úr fjárlagafrumvarpi næsta árs, en það átti að skila ríkissjóði um sjö milljörðum króna. „Við fjármögnuðum það með því að hækka kolefnisgjaldið um sextíu prósent af því sem átti upphaflega að gera með kílómetragjaldinu. Svo tókum við af framkvæmdafélagi Landspítalans um tvo og hálfan milljarð. Við settum um þremur milljörðum minna í varsjóði og þannig náum við að skila fjárlögunum, og fjármagna allar breytingar án þess að auka á hallann,“ segir Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn hafi því ekki aukist við meðferð þingsins, heldur hafi ný þjóðhagsspá gert ráð fyrir töluvert minni tekjum á þessu ári vegna kólnunar hagkerfisins. Vilhjálmur segir afgreiðslu frumvarpsins hafa mikla þýðingu hvað vaxtalækkun Seðlabankans varðar.vísir/vilhelm „Þetta er svokölluð hagsveiflujöfnun. Þetta er ekki vegna þess að við erum að setja meiri pening í umferð heldur er hagkerfið að bregðast við háum stýrivöxtum Seðlabankans. En þess vegna er mikilvægt, þegar Seðlabankinn ákveður vaxtalækkun, að aðhaldsstigið haldist óbreytt.“ Skuldir lækka hægar Gangi forsendur þjóðhagsspár eftir, með ágætum hagvexti strax á næsta ári, er útlit fyrir að hagkerfið nái mjúkri lendingu eftir þensluskeið síðastliðinna tveggja ára. Það er að minnsta kosti ályktun fjármálaráðuneytis í tilkynningu í dag. Þar segir að frumjöfnuður ríkissjóðs (afkoma án vaxtatekna og vaxtagjalda), verði jákvæður um 22 ma.kr., „eða 0,4% af VLF (vergri landsframleiðslu), á komandi ári en vaxtajöfnuður neikvæður um ríflega 80 ma.kr., eða 1,6% af VLF.“ Gert er ráð fyrir að halli á heildarafkomu ríkissjóðs muni nema um tæplega 59 milljarða króna á næsta ári, samanborið við 41 milljarð sem Sigurður Ingi lagði upp með við framlagningu í september. „Lakari afkoma endurspeglar ekki verri undirliggjandi rekstur ríkissjóðs heldur þvert á móti að markmið efnahagsstefnunnar um minni þenslu, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta ganga nú allhratt eftir. Vegna þessara breytinga í efnahagsaðstæðum verður aukning tekna minni en áður var spáð. Það hefur áhrif bæði á forsendur fjárlaga sem og endurmat afkomu á yfirstandandi ári.“ Skuldir ríkissjóðs muni áfram lækka á komandi ári en þó minna en áformað var í fjárlagafrumvarpinu. „Áætlað er að þær nemi 32,5% í árslok 2025, en 33,7% í árslok 2024, og lækki því um 1,2% milli ára. Skuldir ríkissjóðs á þennan mælikvarða náðu hámarki við rúmlega 33% af VLF árin 2021–2022 í kjölfar heimsfaraldursins og voru 22% af VLF árið 2019.“ Forgangsraðað í þágu viðkvæmra hópa Í fjárlagafrumvarpinu sé lögð áhersla á hóflegan raunvöxt útgjalda auk þess sem útgjöldum var forgangsraðað og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Þetta frumvarp hafi nú orðið að lögum með þessum megináherslum. „Meðal verkefna á næsta ári má nefna upptöku á nýju örorkukerfi sem tekur gildi í september á næsta ári sem mun bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega. Kjör ellilífeyrisþega batna en almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar um 46% í ársbyrjun 2025. Aukinn þungi verður settur í inngildingu flóttafólks og innflytjenda í íslenskt samfélag og fjárframlög til styttingar málsmeðferðartíma við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd verða aukin,“ segir í tilkynningu ráðuneytis og ennfremur: „Framlög til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu verða aukin, sem og tengivegir víða um land. Hafist verður handa við byggingu Þjóðarhallar í innanhússíþróttum og áfram verður lögð áhersla á stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun og kvikmyndagerð. Þá verður byggt nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Í meðförum þingsins á frumvarpinu var jafnframt tryggð fjármögnun fyrir aðgerðir gegn ofbeldi meðal og gegn börnum og aukið fjármagn verður sett í uppbyggingu á afreksstarfi í íþróttum.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn Vinstri grænna, sem sögðu sig úr starfstjórninni, voru á meðal þeirra 24 þingmanna sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu í dag. Deila um kílómetragjaldið svokallaða hefur staðið einna hæst frá því að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram í september. Gjaldinu sem var á endanum hent úr fjárlagafrumvarpi næsta árs, en það átti að skila ríkissjóði um sjö milljörðum króna. „Við fjármögnuðum það með því að hækka kolefnisgjaldið um sextíu prósent af því sem átti upphaflega að gera með kílómetragjaldinu. Svo tókum við af framkvæmdafélagi Landspítalans um tvo og hálfan milljarð. Við settum um þremur milljörðum minna í varsjóði og þannig náum við að skila fjárlögunum, og fjármagna allar breytingar án þess að auka á hallann,“ segir Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn hafi því ekki aukist við meðferð þingsins, heldur hafi ný þjóðhagsspá gert ráð fyrir töluvert minni tekjum á þessu ári vegna kólnunar hagkerfisins. Vilhjálmur segir afgreiðslu frumvarpsins hafa mikla þýðingu hvað vaxtalækkun Seðlabankans varðar.vísir/vilhelm „Þetta er svokölluð hagsveiflujöfnun. Þetta er ekki vegna þess að við erum að setja meiri pening í umferð heldur er hagkerfið að bregðast við háum stýrivöxtum Seðlabankans. En þess vegna er mikilvægt, þegar Seðlabankinn ákveður vaxtalækkun, að aðhaldsstigið haldist óbreytt.“ Skuldir lækka hægar Gangi forsendur þjóðhagsspár eftir, með ágætum hagvexti strax á næsta ári, er útlit fyrir að hagkerfið nái mjúkri lendingu eftir þensluskeið síðastliðinna tveggja ára. Það er að minnsta kosti ályktun fjármálaráðuneytis í tilkynningu í dag. Þar segir að frumjöfnuður ríkissjóðs (afkoma án vaxtatekna og vaxtagjalda), verði jákvæður um 22 ma.kr., „eða 0,4% af VLF (vergri landsframleiðslu), á komandi ári en vaxtajöfnuður neikvæður um ríflega 80 ma.kr., eða 1,6% af VLF.“ Gert er ráð fyrir að halli á heildarafkomu ríkissjóðs muni nema um tæplega 59 milljarða króna á næsta ári, samanborið við 41 milljarð sem Sigurður Ingi lagði upp með við framlagningu í september. „Lakari afkoma endurspeglar ekki verri undirliggjandi rekstur ríkissjóðs heldur þvert á móti að markmið efnahagsstefnunnar um minni þenslu, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta ganga nú allhratt eftir. Vegna þessara breytinga í efnahagsaðstæðum verður aukning tekna minni en áður var spáð. Það hefur áhrif bæði á forsendur fjárlaga sem og endurmat afkomu á yfirstandandi ári.“ Skuldir ríkissjóðs muni áfram lækka á komandi ári en þó minna en áformað var í fjárlagafrumvarpinu. „Áætlað er að þær nemi 32,5% í árslok 2025, en 33,7% í árslok 2024, og lækki því um 1,2% milli ára. Skuldir ríkissjóðs á þennan mælikvarða náðu hámarki við rúmlega 33% af VLF árin 2021–2022 í kjölfar heimsfaraldursins og voru 22% af VLF árið 2019.“ Forgangsraðað í þágu viðkvæmra hópa Í fjárlagafrumvarpinu sé lögð áhersla á hóflegan raunvöxt útgjalda auk þess sem útgjöldum var forgangsraðað og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Þetta frumvarp hafi nú orðið að lögum með þessum megináherslum. „Meðal verkefna á næsta ári má nefna upptöku á nýju örorkukerfi sem tekur gildi í september á næsta ári sem mun bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega. Kjör ellilífeyrisþega batna en almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar um 46% í ársbyrjun 2025. Aukinn þungi verður settur í inngildingu flóttafólks og innflytjenda í íslenskt samfélag og fjárframlög til styttingar málsmeðferðartíma við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd verða aukin,“ segir í tilkynningu ráðuneytis og ennfremur: „Framlög til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu verða aukin, sem og tengivegir víða um land. Hafist verður handa við byggingu Þjóðarhallar í innanhússíþróttum og áfram verður lögð áhersla á stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun og kvikmyndagerð. Þá verður byggt nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Í meðförum þingsins á frumvarpinu var jafnframt tryggð fjármögnun fyrir aðgerðir gegn ofbeldi meðal og gegn börnum og aukið fjármagn verður sett í uppbyggingu á afreksstarfi í íþróttum.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira