Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar 18. nóvember 2024 07:45 Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun