„Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. nóvember 2024 16:46 Snorri Másson snöggreiddist þegar Ásmundur spurði hvort innflytjendur myndu ekki leysa lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Vísir/Vilhelm „Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara,“ sagði Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra eftir að Ásmundur spurði hvort innflytjendur væru ekki svarið við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Þeir tveir voru meðal frambjóðanda allra flokka á kosningafundinum #Égkýs á vegum ungmennafélaga og framhaldsskólanema í gær. Þar voru stjórnmálamennirnir spurðir út í hin ýmsu málefni. Ein spurningin fjallaði um stöðu húsnæðismarkaðarins og þá staðreynd að ungt fólk í dag væri farið að eignast börn seinna á lífsleiðinni. Eigi ekki að hafa skoðun á barneignum annarra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og sagði vexti vera þröskuld fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað. Þeir þyrftu að lækka en hins vegar væri ekki nægilega mikið framboð af húsnæði né væri staðan á leikskólum Reykjavíkur vænleg fyrir barnafjölskyldur. „En síðan ætla ég að fá að leyfa mér að segja, auðvitað er hægt að horfa á hversu auðvelt eða erfitt er að stofna til fjölskyldu, það er líka mjög vandmeðfarið að stjórnmálamenn standi hér og hafi á því mikla skoðun hvort það sé vandamál í íslensku samfélagi að konur séu að eignast börn síðar á lífsleiðinni áður,“ sagði hún svo og bætti við: „Ekki ætla ég að fara að segja, hvorki konum né pörum, hvenær þau eiga að fara að eignast börn.“ „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur“ Snorri var þá beðinn um að svara orðum Þórdísar og hóf að ræða lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. „Það er frekar alvarleg þróun að mínu mati og á öllum Vesturlöndum. Nú er fæðingartíðnin í 1,6 og þarf að vera í 2,1 til þess að við höldum okkur við. Þetta er svona alls staðar og fyrir mér er þetta mjög skrítið og það eru alls konar ástæður fyrir þessu,“ sagði hann Sjálfur sagðist Snorri hafa eignast sitt fyrsta barn 26 ára, fengið eitt stjúpbarn til viðbótar og eigi nú von á öðru barni með konu sinni. Hann sagðist telja að fólk væri ekki að taka ákvarðanir um að eignast börn seinna heldur gætu þau það ekki fyrr. „Ef við erum komin í 1,6 fæðingartíðni alls staðar þá er það bara farið að líkjast einhverju dauðakölti, þá erum við bara ekki að fjölga okkur,“ sagði Snorri svo. „Þá gætum við þurft fleiri innflytjendur,“ skaut Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, þá inn í og bætti Þórhildur Sunna Ægisdóttir, frambjóðandi Pírata, líka við: „Hvernig væri það?“ Hræðilega skrítin sýn „Viltu þá leysa málið þannig, Ási? Að fólk hafi ekki efni á að eignast börn og flytja inn fólk í vinnurnar og leysa málið þannig?“ spurði Snorri í kjölfarið. „Ég held það. Ekki vera svona æstur,“ svaraði Ásmundur áður en Snorri hóf langa ræðu sína: „Mér finnst þetta mjög skrítin samfélagssýn til framtíðar. Hvers konar hrokasvar er þetta? Ég er að tala um að fólk vill eignast börn og þín stjórnvöld hafa verið að gera það sífellt flóknara og erfiðara. Svo segið þið ,Innflytjendurnir koma og leysa þetta'. Þetta er óforsvaranlegur málflutningur og ég held að við eigum ekki að horfa á þessi vandamál svona. Ef einhver er með þá hugmynd að við leysum þetta bara, við hættum að eignast börn og þá komi bara útlendingar úr öllum áttum. Ég elska útlendinga en mín sýn er ekki sú að við leysum þetta svona og segjum ,Já, þið eignist ekki börn lengur, það er ekki hægt lengur, efnahagsaðstæður leyfa það ekki.' Mér finnst það hræðilega skrítin sýn verð ég að segja.“ „Mér finnst þetta mjög skrýtin samfélagssýn.” Orðaskipti við Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra (!) Framsóknarflokksins. pic.twitter.com/jwrdcfPO8u— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 17, 2024
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Innflytjendamál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent