Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 16. nóvember 2024 11:01 Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi. Orkudrykkir eru kynntir sem orkugefandi og árangursbætandi drykkir, jafnvel heilsusamlegir, og við sjáum íþróttafólk og aðrar fyrirmyndir taka þátt í markaðssetningunni. En hvað liggur raunverulega að baki? Hvernig snerta þessir drykkir líf okkar og, sérstaklega, heilsu barna og ungmenna? Svefn, ungmenni og orkudrykkir Rannsóknir sýna að íslensk ungmenni sofa ekki nóg og svefnskortur er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamálið í dag. Svefn er undirstaða heilsu – eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir líkamann. Samt sem áður er rétt að spyrja: Hversu miklu veldur aukin neysla orkudrykkja þessum vanda? Á vef Heilsuveru er bent á að helmingur þess koffíns sem neytt er sé enn í líkamanum 6–8 klukkustundum síðar. Til dæmis getur ungmenni sem drekkur Nocco síðdegis klukkan fjögur fundið fyrir áhrifum koffíns þegar það reynir að sofna síðar um kvöldið. Ekki nóg með að koffín geti seinkað svefni, heldur dregur það einnig úr gæðum hans, sem eykur hættu á vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta þýðir í raun að orkudrykkir, sem auglýstir eru sem lausn gegn þreytu, geta í staðinn valdið frekari þreytu og vanlíðan. Sláandi tölur sem kalla á viðbrögð Í einu af fræðslumyndböndum Heilsuveru kemur fram að 70% framhaldsskólanema sofa of lítið og af þeim neyta 80% fjögurra eða fleiri orkudrykkja á dag. Þetta eru sláandi tölur. Enn alvarlegra er að óhófleg neysla koffíns hefur fjölþætt neikvæð áhrif á líkamann: Hjartsláttartruflanir, svimi, ógleði, höfuðverkir og kvíði eru allt þættir sem ungmenni þurfa að glíma við. Til viðbótar koma áhrif á tannheilsu, þar sem mikil neysla orkudrykkja getur valdið skemmdum á glerungi tanna. Þetta snýst ekki aðeins um heilsu dagsins í dag. Þetta er þróun sem getur haft langtímaáhrif á lífsgæði og framtíðarheilsu þjóðarinnar. Við þurfum að bregðast við – og það strax. Við þurfum aðgerðir – strax Orkudrykkir og skaðleg áhrif þeirra eru ekki smámál – þetta er stórt lýðheilsumál. Við höfum þegar aðgang að gögnum og upplýsingum sem sýna fram á alvarleika málsins en það nægir ekki. Þekkingin þarf að skila sér í aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Til þess þarf: Stóraukna fræðslu: Fræðsla í skólum, fjölskyldum og samfélaginu þarf að vera skýr, aðgengileg og markviss. Ungmenni þurfa að vita hvað þau eru að innbyrða og hvaða áhrif það hefur á heilsu þeirra og líðan. Takmarkað aðgengi: Setjum aldurstakmörk og drögum úr aðgengi að orkudrykkjum, rétt eins og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Minnkaður sýnileiki og ábyrgar auglýsingar: Takmarkanir á auglýsingum sem miða að börnum og ungmennum og minnka sýnileika orkudrykkja í verslunum gætu skipt sköpum. Ábyrgð framleiðenda og verslana: Framleiðendur og verslanir verða að taka þátt í lausninni með því að draga úr koffíninnihaldi og setja siðferðileg mörk á sölu til barna. Tökum þessu alvarlega: Við getum ekki leyft okkur að láta þetta þróast áfram óáreitt. Ef við horfum til Norðmanna, sem hafa sýnt fram á staðfestu með því að banna sölu orkudrykkja til barna undir 16 ára aldri, sjáum við hvernig við getum lært og nýtt reynslu annarra. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra Við, sem samfélag, berum ábyrgð á framtíð ungu kynslóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um stjórnvöld – foreldrar, kennarar, framleiðendur, verslanir og fjölmiðlar þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að vekja vitund, krefjast breytinga og standa vörð um heilsu og vellíðan barna okkar. Þetta er ekki valkostur – þetta er skylda okkar. Nú er tíminn til að taka skref í rétta átt. Heilsu barna okkar og framtíð þeirra verður að forgangsraða. Við öll berum ábyrgð. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi. Orkudrykkir eru kynntir sem orkugefandi og árangursbætandi drykkir, jafnvel heilsusamlegir, og við sjáum íþróttafólk og aðrar fyrirmyndir taka þátt í markaðssetningunni. En hvað liggur raunverulega að baki? Hvernig snerta þessir drykkir líf okkar og, sérstaklega, heilsu barna og ungmenna? Svefn, ungmenni og orkudrykkir Rannsóknir sýna að íslensk ungmenni sofa ekki nóg og svefnskortur er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamálið í dag. Svefn er undirstaða heilsu – eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir líkamann. Samt sem áður er rétt að spyrja: Hversu miklu veldur aukin neysla orkudrykkja þessum vanda? Á vef Heilsuveru er bent á að helmingur þess koffíns sem neytt er sé enn í líkamanum 6–8 klukkustundum síðar. Til dæmis getur ungmenni sem drekkur Nocco síðdegis klukkan fjögur fundið fyrir áhrifum koffíns þegar það reynir að sofna síðar um kvöldið. Ekki nóg með að koffín geti seinkað svefni, heldur dregur það einnig úr gæðum hans, sem eykur hættu á vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta þýðir í raun að orkudrykkir, sem auglýstir eru sem lausn gegn þreytu, geta í staðinn valdið frekari þreytu og vanlíðan. Sláandi tölur sem kalla á viðbrögð Í einu af fræðslumyndböndum Heilsuveru kemur fram að 70% framhaldsskólanema sofa of lítið og af þeim neyta 80% fjögurra eða fleiri orkudrykkja á dag. Þetta eru sláandi tölur. Enn alvarlegra er að óhófleg neysla koffíns hefur fjölþætt neikvæð áhrif á líkamann: Hjartsláttartruflanir, svimi, ógleði, höfuðverkir og kvíði eru allt þættir sem ungmenni þurfa að glíma við. Til viðbótar koma áhrif á tannheilsu, þar sem mikil neysla orkudrykkja getur valdið skemmdum á glerungi tanna. Þetta snýst ekki aðeins um heilsu dagsins í dag. Þetta er þróun sem getur haft langtímaáhrif á lífsgæði og framtíðarheilsu þjóðarinnar. Við þurfum að bregðast við – og það strax. Við þurfum aðgerðir – strax Orkudrykkir og skaðleg áhrif þeirra eru ekki smámál – þetta er stórt lýðheilsumál. Við höfum þegar aðgang að gögnum og upplýsingum sem sýna fram á alvarleika málsins en það nægir ekki. Þekkingin þarf að skila sér í aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Til þess þarf: Stóraukna fræðslu: Fræðsla í skólum, fjölskyldum og samfélaginu þarf að vera skýr, aðgengileg og markviss. Ungmenni þurfa að vita hvað þau eru að innbyrða og hvaða áhrif það hefur á heilsu þeirra og líðan. Takmarkað aðgengi: Setjum aldurstakmörk og drögum úr aðgengi að orkudrykkjum, rétt eins og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Minnkaður sýnileiki og ábyrgar auglýsingar: Takmarkanir á auglýsingum sem miða að börnum og ungmennum og minnka sýnileika orkudrykkja í verslunum gætu skipt sköpum. Ábyrgð framleiðenda og verslana: Framleiðendur og verslanir verða að taka þátt í lausninni með því að draga úr koffíninnihaldi og setja siðferðileg mörk á sölu til barna. Tökum þessu alvarlega: Við getum ekki leyft okkur að láta þetta þróast áfram óáreitt. Ef við horfum til Norðmanna, sem hafa sýnt fram á staðfestu með því að banna sölu orkudrykkja til barna undir 16 ára aldri, sjáum við hvernig við getum lært og nýtt reynslu annarra. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra Við, sem samfélag, berum ábyrgð á framtíð ungu kynslóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um stjórnvöld – foreldrar, kennarar, framleiðendur, verslanir og fjölmiðlar þurfa allir að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að vekja vitund, krefjast breytinga og standa vörð um heilsu og vellíðan barna okkar. Þetta er ekki valkostur – þetta er skylda okkar. Nú er tíminn til að taka skref í rétta átt. Heilsu barna okkar og framtíð þeirra verður að forgangsraða. Við öll berum ábyrgð. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun