Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar 13. nóvember 2024 18:31 Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun