Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun