Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 10. nóvember 2024 07:31 Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu)
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar