Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 11:30 Orri Óskarsson skorar hér með skalla gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Orri Óskarsson skoraði sitt fyrsta Evrópumark fyrir spænska liðið Real Sociedad í gærkvöldi, sem jafnframt reyndist eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi. Þetta var þriðji leikur Orra í Evrópudeildinni en hann hafði áður komið inn á sem varamaður gegn Nice og verið í byrjunarliði gegn Anderlecht. Mark Orra í gær kom á 35. mínútu, þegar hann jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf frá Evrópumeistaranum Mikel Oyarzabal. Markið má sjá hér að neðan. Orri hefur áður skorað fimm mörk í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar hann var leikmaður FC Kaupmannahafnar, en markið í gær var hans fyrsta í aðalhluta Evrópukeppni. Orri hefur nú þegar einnig skorað tvö mörk í spænsku 1. deildinni, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki í byrjunarliði og fimm sinnum komið inn á sem varamaður. Eins og Vísir fjallaði um í morgun þykir Orri einn af verðmætustu leikmönnum heims, af þeim sem eru 21 árs og yngri. Real Sociedad keypti hann í sumar fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn, eða á tuttugu milljónir evra, en hann er nú metinn á 36 milljónir evra. Orri skoraði stórglæsilegt mark fyrir Ísland í síðasta mánuði, þegar hann bruanði fram hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi, og hann skoraði með hörkuskalla gegn Svartfjallalandi í september. Þessi tvítugi framherji er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem lýkur riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í þessum mánuði, með útileikjum við Svartfjallaland og Wales. Fyrri leikurinn er við Svartfellinga laugardaginn 16. nóvember og sá seinni við Walesverja þriðjudagskvöldið 19. nóvember. Evrópudeild UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Orra í Evrópudeildinni en hann hafði áður komið inn á sem varamaður gegn Nice og verið í byrjunarliði gegn Anderlecht. Mark Orra í gær kom á 35. mínútu, þegar hann jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf frá Evrópumeistaranum Mikel Oyarzabal. Markið má sjá hér að neðan. Orri hefur áður skorað fimm mörk í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar hann var leikmaður FC Kaupmannahafnar, en markið í gær var hans fyrsta í aðalhluta Evrópukeppni. Orri hefur nú þegar einnig skorað tvö mörk í spænsku 1. deildinni, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki í byrjunarliði og fimm sinnum komið inn á sem varamaður. Eins og Vísir fjallaði um í morgun þykir Orri einn af verðmætustu leikmönnum heims, af þeim sem eru 21 árs og yngri. Real Sociedad keypti hann í sumar fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn, eða á tuttugu milljónir evra, en hann er nú metinn á 36 milljónir evra. Orri skoraði stórglæsilegt mark fyrir Ísland í síðasta mánuði, þegar hann bruanði fram hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi, og hann skoraði með hörkuskalla gegn Svartfjallalandi í september. Þessi tvítugi framherji er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem lýkur riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í þessum mánuði, með útileikjum við Svartfjallaland og Wales. Fyrri leikurinn er við Svartfellinga laugardaginn 16. nóvember og sá seinni við Walesverja þriðjudagskvöldið 19. nóvember.
Evrópudeild UEFA Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira