Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 14:02 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Honum er gefið að sök að hafa brotið á stúlku í fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa einhverjar upplýsingar verið teknar út. Til að mynda liggur ekki fyrir hvernig maðurinn og stúlkan tengjast. Hann er ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi, en í ákærunni segir að hann hafi notfært sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna trausts hennar og trúnað til hans. Meint brot eru sögð hafa verið framin á heimili stúlkunnar og á heimili hans. Ekki kemur fram hvenær umrædd brot voru framin, en svo virðist sem brotin hafi verið framin á einhverju tímabili, en ekki liggur fyrir hversu langt það tímabil er. Þó virðist sem um margra mánaða skeið sé að ræða, jafnvel nokkurra ára. Jafnframt kemur ekki fram hversu gömul stúlkan var á þessu tímabili. Manninum er gefið að sök að hafa í fjölda skipta sett fingur í leggöng stúlkunnar. Þá eru þrjú atvik reifuð sérstaklega í ákærunni, en öll þau brot eru sögð hafa átt sér stað í herbergi hans í heimili hans. Í fyrsta lagi er maðurinn sagður hafa sett fingur í leggöng stúlkunnar, síðan getnaðarlim sinn. Þar á eftir er hann sagður hafa „haft lim sinn um stund á milli læra stúlkunnar og nuddað sér upp við hana.“ Í öðru lagi er hann sagður hafa haft samræði við hana. Og í þriðja lagi sett fingur í leggöng hennar og svo haft samræði við hana. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið, en þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd stúlkunnar er þess krafist að maðurinn greiði henni fjórar milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa einhverjar upplýsingar verið teknar út. Til að mynda liggur ekki fyrir hvernig maðurinn og stúlkan tengjast. Hann er ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi, en í ákærunni segir að hann hafi notfært sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna trausts hennar og trúnað til hans. Meint brot eru sögð hafa verið framin á heimili stúlkunnar og á heimili hans. Ekki kemur fram hvenær umrædd brot voru framin, en svo virðist sem brotin hafi verið framin á einhverju tímabili, en ekki liggur fyrir hversu langt það tímabil er. Þó virðist sem um margra mánaða skeið sé að ræða, jafnvel nokkurra ára. Jafnframt kemur ekki fram hversu gömul stúlkan var á þessu tímabili. Manninum er gefið að sök að hafa í fjölda skipta sett fingur í leggöng stúlkunnar. Þá eru þrjú atvik reifuð sérstaklega í ákærunni, en öll þau brot eru sögð hafa átt sér stað í herbergi hans í heimili hans. Í fyrsta lagi er maðurinn sagður hafa sett fingur í leggöng stúlkunnar, síðan getnaðarlim sinn. Þar á eftir er hann sagður hafa „haft lim sinn um stund á milli læra stúlkunnar og nuddað sér upp við hana.“ Í öðru lagi er hann sagður hafa haft samræði við hana. Og í þriðja lagi sett fingur í leggöng hennar og svo haft samræði við hana. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið, en þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd stúlkunnar er þess krafist að maðurinn greiði henni fjórar milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira