Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 20:49 Bandaríkjamenn hafa margir þurft að bíða í röðum til að fá að kjósa en við gætum þurft að bíða í nokkra daga eftir niðurstöðu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. EINAR/EPA „Miðað við það sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið þá sýnist mér þetta vera jöfnustu kosningar í rúma öld, frá aldamótunum 1900. Það verður mjög gaman að sjá hvort mælingarnar fram að þessu hafi verið nákvæmar. Skekkjan getur verið allt að þrjú til fjögur prósent og því getur þetta orðið stórsigur fyrir annan hvorn frambjóðandann þó við séum að búast við jafnri útkomu.“ Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, spurð hvort að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem standa nú yfir séu þær mest spennandi í stjórnmálasögu Bandaríkjanna í samtali við fréttastofu. Fyrstu kjörstaðir vestanhafs voru opnuðu klukkan tíu í morgun á íslenskum tíma og þeim síðustu í Alaska verður lokað klukkan sex í fyrramálið. Ljóst er að það er mjög spennandi nótt og jafnvel dagar fram undan á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Pennsylvanía hnífjöfn „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta haldist svona jafnt svona lengi. Skemmtilegt að sjá þarna í Dixville Notch að þar falla atkvæðin að jöfnu. Það er það sem við erum að horfa á, bæði á landsvísu og í svo mörgum ríkjum að það er varla sjónarmunur á þessum hermilíkönum og spálíkönum. Staðan er ótrúlega jöfn.“ Silja segist alls ekki geta spáð fyrir um úrslit og tekur fram að þessar kosningar séu óvenjulegar að því leyti að það sé ekki hægt að benda á neitt sem muni ráða úrslitum. Um sé að ræða sjö sveifluríki sem munu ráða niðurstöðum kosninganna. Pennsylvanía er eitt helsta barátturíkið sem mun skera úr um hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, eða Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði næst forseti. „Pennsylvanía er svo jöfn að það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér að þaðan komi úrslit. Þau eru líka lengi að telja vegna þess hvernig þau meðhöndla utankjörfundaratkvæði sérstaklega. Ef ekkert gerist óvænt þá gætum við verið að bíða í nokkra daga eins og 2020.“ Kosningafundur Trump sérstök upplifun Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er stödd í Pennsylvaníu vegna kosninganna. Hún segir það greinilegt að allt snúist um kosningarnar þar vestanhafs í dag. „Ég byrjaði morguninn í vöruhúsi þar sem atkvæði Filadelfíubúa eru talin og þar er ströng öryggisgæsla eins og annars staðar. Það er mjög áberandi lögregla hérna út um allt og reyndar líka blaðamenn á sveimi.“ Hún tekur fram að mikil spenna og stemmning sé í Pennsylvaníu en tekur fram að fólk sé einnig nokkuð uggandi. Í gær fór Hólmfríður á kosningafund hjá Donald Trump sem hún segir hafa verið sérstaka upplifun. „Það var líka mikil öryggisgæsla þar, það þurfti að skrá sig fyrir fram. Ég fór þarna inn sem almennur borgari og þetta var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Karlinn lét aðeins bíða eftir sér. Það var athyglisverðast að fylgjast með þeim sem voru mættir þarna. Þetta var svipað stef og maður kannast við hjá honum en þetta var upplifun.“ Hólmfríður mun fylgjast með því hvernig kosningunum vindur fram á kosningafundi Kamala Harris, frambjóðanda Demókrata, í Washington Dc, höfuðborg Bandaríkjanna. „Hún mun vera þar með eiginmanni sínum og teymi að bíða eftir niðurstöðum, Veislan verður þeim mun skemmtilegri ef hún vinnur eða ef þetta lýtur vel út fyrir hana, en hitt verður líka áhugavert.“ Sjö ríki skipta öllu máli Silja Bára fór yfir sveifluríkin í kvöldfréttunum og skýrði hvers vegna þau skipta svona miklu máli. „Í Bandaríkjunum liggur mjög gjarnan fyrir hvernig atkvæði falla innan hvers ríkis og við erum að horfa á 51 kosningu framkvæmda í dag. Það er eins og flestir vita ekki heildar atkvæðafjöldinn heldur kjörmannaatkvæðin sem skipta máli. Nú er það þannig að í þessum sjö ríkjum er nægilega mjótt á munum svo að vitum ekki hvernig atkvæði í þessum ríkjum munu falla. Stundum eru þau færri en núna erum við með sjö ríki þannig að það eru um 20 leiðir fyrir hvern frambjóðanda að sigri. Einbeitingin hefur verið mjög mikil á Pennsylvaníu því hún er fjölmennust og flestir kjörmenn þar.“ Silja segir að Norður Karólínu-ríki, þar sem eru sextán kjörmenn, bjóði einnig upp á nýja möguleika en ríkið hefur verið að sýna merki um breytingar undanfarið. „Ef Harris fær hana sem við höfum ekki verið að reikna með þá opnast fleiri leiðir að markinu og þá gætum við fengið niðurstöðuna fyrr en ef við þurfum að bíða eftir Pennsylvaníu þá erum við kannski að horfa á nokkra daga sem við þurfum að bíða.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, spurð hvort að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem standa nú yfir séu þær mest spennandi í stjórnmálasögu Bandaríkjanna í samtali við fréttastofu. Fyrstu kjörstaðir vestanhafs voru opnuðu klukkan tíu í morgun á íslenskum tíma og þeim síðustu í Alaska verður lokað klukkan sex í fyrramálið. Ljóst er að það er mjög spennandi nótt og jafnvel dagar fram undan á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Pennsylvanía hnífjöfn „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta haldist svona jafnt svona lengi. Skemmtilegt að sjá þarna í Dixville Notch að þar falla atkvæðin að jöfnu. Það er það sem við erum að horfa á, bæði á landsvísu og í svo mörgum ríkjum að það er varla sjónarmunur á þessum hermilíkönum og spálíkönum. Staðan er ótrúlega jöfn.“ Silja segist alls ekki geta spáð fyrir um úrslit og tekur fram að þessar kosningar séu óvenjulegar að því leyti að það sé ekki hægt að benda á neitt sem muni ráða úrslitum. Um sé að ræða sjö sveifluríki sem munu ráða niðurstöðum kosninganna. Pennsylvanía er eitt helsta barátturíkið sem mun skera úr um hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, eða Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði næst forseti. „Pennsylvanía er svo jöfn að það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér að þaðan komi úrslit. Þau eru líka lengi að telja vegna þess hvernig þau meðhöndla utankjörfundaratkvæði sérstaklega. Ef ekkert gerist óvænt þá gætum við verið að bíða í nokkra daga eins og 2020.“ Kosningafundur Trump sérstök upplifun Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er stödd í Pennsylvaníu vegna kosninganna. Hún segir það greinilegt að allt snúist um kosningarnar þar vestanhafs í dag. „Ég byrjaði morguninn í vöruhúsi þar sem atkvæði Filadelfíubúa eru talin og þar er ströng öryggisgæsla eins og annars staðar. Það er mjög áberandi lögregla hérna út um allt og reyndar líka blaðamenn á sveimi.“ Hún tekur fram að mikil spenna og stemmning sé í Pennsylvaníu en tekur fram að fólk sé einnig nokkuð uggandi. Í gær fór Hólmfríður á kosningafund hjá Donald Trump sem hún segir hafa verið sérstaka upplifun. „Það var líka mikil öryggisgæsla þar, það þurfti að skrá sig fyrir fram. Ég fór þarna inn sem almennur borgari og þetta var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Karlinn lét aðeins bíða eftir sér. Það var athyglisverðast að fylgjast með þeim sem voru mættir þarna. Þetta var svipað stef og maður kannast við hjá honum en þetta var upplifun.“ Hólmfríður mun fylgjast með því hvernig kosningunum vindur fram á kosningafundi Kamala Harris, frambjóðanda Demókrata, í Washington Dc, höfuðborg Bandaríkjanna. „Hún mun vera þar með eiginmanni sínum og teymi að bíða eftir niðurstöðum, Veislan verður þeim mun skemmtilegri ef hún vinnur eða ef þetta lýtur vel út fyrir hana, en hitt verður líka áhugavert.“ Sjö ríki skipta öllu máli Silja Bára fór yfir sveifluríkin í kvöldfréttunum og skýrði hvers vegna þau skipta svona miklu máli. „Í Bandaríkjunum liggur mjög gjarnan fyrir hvernig atkvæði falla innan hvers ríkis og við erum að horfa á 51 kosningu framkvæmda í dag. Það er eins og flestir vita ekki heildar atkvæðafjöldinn heldur kjörmannaatkvæðin sem skipta máli. Nú er það þannig að í þessum sjö ríkjum er nægilega mjótt á munum svo að vitum ekki hvernig atkvæði í þessum ríkjum munu falla. Stundum eru þau færri en núna erum við með sjö ríki þannig að það eru um 20 leiðir fyrir hvern frambjóðanda að sigri. Einbeitingin hefur verið mjög mikil á Pennsylvaníu því hún er fjölmennust og flestir kjörmenn þar.“ Silja segir að Norður Karólínu-ríki, þar sem eru sextán kjörmenn, bjóði einnig upp á nýja möguleika en ríkið hefur verið að sýna merki um breytingar undanfarið. „Ef Harris fær hana sem við höfum ekki verið að reikna með þá opnast fleiri leiðir að markinu og þá gætum við fengið niðurstöðuna fyrr en ef við þurfum að bíða eftir Pennsylvaníu þá erum við kannski að horfa á nokkra daga sem við þurfum að bíða.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira