Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar 4. nóvember 2024 11:02 Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun