Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar 4. nóvember 2024 11:02 Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í hverjum mánuði vinnum við stóran hluta af okkar tíma fyrir aðra. Fyrstu 10 daga mánaðarins vinnur meðal Íslendingur einungis til þess að greiða sína skatta – ríkið tekur sinn skerf af ávöxtum erfiðisins. Næstu 5 daga vinnur hann fyrir bankann sem tekur sína vexti af húsnæðisláninu. Síðan fara að meðaltali 2 dagar í að greiða bílalánið. Þá fara 2 dagar til bæjarfélagsins eða borgarinnar í fasteignagjöld. Eftir það greiðir Íslendingurinn fyrir aðgang að auðlindum landsins, hita og rafmagni, í 2 daga. Að lokum eru aðeins um 9 dagar eftir þar sem Íslendingurinn vinnur fyrir sjálfan sig. En þá á eftir að skoða hversu margir dagar tapast þegar við eyðum þeim fjármunum sem eftir standa. Þessi skipting vekur spurningar um frelsi einstaklingsins til að njóta ávaxta vinnu sinnar. Skattheimta og skyldugreiðslur eru nauðsynlegar til að viðhalda samfélagslegum innviðum, en það er mikilvægt að íhuga hvort jafnvægið sé rétt. Miðflokkurinn berst gegn því sem hann telur óhóflega og ósanngjarna skattheimtu, þar sem alvarlegar brotalamir í kerfinu valda mismunun milli þjóðfélagshópa og landshluta. Til dæmis verða eldri borgarar oft fyrir barðinu á ósanngjörnu skattkerfi. Það er ekkert eðlilegt við það að einstaklingar sem hafa lagt hvað mest til samfélagsins alla sína starfsævi, nái ekki endum saman þegar komið er að efri árum. Þeir ættu að njóta ávaxta ævistarfs síns í stað þess að lifa við fjárhagslegt óöryggi. Það er grundvallaratriði að skattkerfið hvetji til sparnaðar og verðmætasköpunar. Með því að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna í 125.000 kr. á mánuði, eykst frelsi einstaklinga til að nýta fjárhagslegt afl sitt og gera betur við sig og fjölskyldur sínar. Þetta stuðlar að auknu vinnuframlagi þeirra sem hafa vilja og getu, en bætir jafnframt fjárhag lífeyrissjóða og eykur þjóðarframleiðslu og skatttekjur. Miðflokkurinn leggur einnig til að lífeyrir og hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun verði miðaðar við umsamin lágmarkslaun og hækki í takt við launavísitölu. Þetta tryggir að eldri borgarar og öryrkjar, haldi kaupmætti sínum og komi í veg fyrir mismunun á þeim grundvelli. Aukin skattlagning er oft eins og að setja plástur á sár; hún dregur úr verknum til skamms tíma, en læknar ekki sárið sjálft. Á meðan rót vandans; óskilvirk kerfi og flókin verkferli eru látin óáreitt, halda vandamálin áfram að grassera. Þess í stað ættum við að líta á skattkerfið eins og ósamstilltan vélbúnað. Ef eitt tannhjól virkar ekki rétt, þá er lausnin ekki að keyra vélina hraðar (með aukinni skattheimtu), heldur að laga og hagræða í kerfinu þannig að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Með því að bæta skilvirkni innan opinbera kerfisins, einfalda verkferla og nýta fjármagn betur er hægt að skapa samfélag þar sem minni þörf er fyrir aukna skattheimtu. Við þurfum að sjá stóru myndina – Kerfið sjálft þarf að virka betur til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þrifist. Með réttlátara skattkerfi, markvissari nýtingu fjármuna og hvata til sparnaðar getum við tryggt efnahagslegt frelsi sem virkar fyrir alla, ekki bara bráðabirgðalausnir sem sjúga enn meira úr pyngju fólksins. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun