Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 21:02 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka. Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira