Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar 2. nóvember 2024 13:00 Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun