Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 16:45 Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun