Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:26 Hnífjafnt hefur verið á milli Kamölu Harris og Donald Trump í skoðanakönnunum. Kosningarnar eru næsta þriðjudag, 5. nóvember. Vísir/Getty og EPA Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. „Mér finnst þetta móðgun við alla,“ sagði Harris áður en hún hélt áfram kosningabaráttu sinni í Arizona og Nevada í gær. Ríkin eru bæði svokölluð sveifluríki [e. swing state] þar sem hvorugur flokkur getur treyst á atkvæði. Trump hélt kosningafundi víða í Nevada og Arizona í gær.Vísir/EPA Ætlar að vernda konur sama hvað Í forsetatíð sinni skipaði Trump þrjá dómara við hæstarétt Bandaríkjanna sem mynda þann íhaldssama meirihluta sem sneri við ákvörðunum dómstólsins sem snúa að þungunarrofi. Trump hefur á kosningafundum undanfarið montað sig af þessum ákvörðunum og lýst því yfir að hann muni „vernda konur“ og tryggja að þær hugsi ekki um þungunarrof. Á kosningafundi á miðvikudag lýsti Trump því yfir að aðstoðarmenn hans hefðu hvatt hann til að hætta að segja þetta því það væri ekki „viðeigandi“ og svo sagt „En ég ætla að gera það sama hvort konum líkar það betur eða verr, ég ætla að vernda þær.“ Harris segir ummælin ein af mörgum frá Trump sem valdi henni áhyggjum. „Þetta er bara það nýjasta í langri seríu uppljóstrana frá fyrrverandi forsetanum sem lýsa því hvað honum finnst um konur og þeirra umboð,“ er haft eftir Harris í frétt Guardian um málið. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Forsetakosningarnar fara fram næsta þriðjudag. Bæði Harris og Trump eru á ferð og flugi um landið og voru bæði í gær í Nevada og Arizona til að reyna að tryggja sér atkvæði fólks sem er af rómönskum uppruna [e. Latino]. Í frétt Reuters segir að Harris hafi varað kjósendur við því að Trump muni minnka fjármagn í ýmis heilbrigðismál og minnti kjósendur á að hann hafi reynt að fella úr gildi Obamacare sem er löggjöf sem snýr að því að gera heilbrigðisþjónustu viðráðanlega í verði. Trump sagðist aldrei hafa reynt að fella löggjöfina úr gildi og að hann hafi aldrei hugsað um það. Trump fór frá Las Vegas til Arizona og með honum var fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News Tucker Carlson. Jennifer Lopez minnti fólk á að atkvæði þeirra skipti máli.Vísir/EPA Á sama tíma var poppdívan Jennifer Lopes með Kamölu Harris. Hún sagði í ræðu að Harris myndi berjast fyrir frelsi innflytjenda og fjölskyldna þeirra. Hún fordæmdi kosningafund Trump í Madison Square Garden þar sem stuðningsmenn hans kölluðu Puertó Ríkó „fljótandi eyju af rusli“. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York „Við ættum að vera í uppnámi. Við ættum að vera hrædd og brjáluð. Okkar sársauki skiptir máli… atkvæði þitt skiptir máli,“ sagði Lopez og lauk svo á orðunum „Let‘s get loud“ eða „Höfum hátt“ sem er einnig titill eins vinsælasta lags hennar sem kom út 1999. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Jafnréttismál Þungunarrof Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03 Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
„Mér finnst þetta móðgun við alla,“ sagði Harris áður en hún hélt áfram kosningabaráttu sinni í Arizona og Nevada í gær. Ríkin eru bæði svokölluð sveifluríki [e. swing state] þar sem hvorugur flokkur getur treyst á atkvæði. Trump hélt kosningafundi víða í Nevada og Arizona í gær.Vísir/EPA Ætlar að vernda konur sama hvað Í forsetatíð sinni skipaði Trump þrjá dómara við hæstarétt Bandaríkjanna sem mynda þann íhaldssama meirihluta sem sneri við ákvörðunum dómstólsins sem snúa að þungunarrofi. Trump hefur á kosningafundum undanfarið montað sig af þessum ákvörðunum og lýst því yfir að hann muni „vernda konur“ og tryggja að þær hugsi ekki um þungunarrof. Á kosningafundi á miðvikudag lýsti Trump því yfir að aðstoðarmenn hans hefðu hvatt hann til að hætta að segja þetta því það væri ekki „viðeigandi“ og svo sagt „En ég ætla að gera það sama hvort konum líkar það betur eða verr, ég ætla að vernda þær.“ Harris segir ummælin ein af mörgum frá Trump sem valdi henni áhyggjum. „Þetta er bara það nýjasta í langri seríu uppljóstrana frá fyrrverandi forsetanum sem lýsa því hvað honum finnst um konur og þeirra umboð,“ er haft eftir Harris í frétt Guardian um málið. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Forsetakosningarnar fara fram næsta þriðjudag. Bæði Harris og Trump eru á ferð og flugi um landið og voru bæði í gær í Nevada og Arizona til að reyna að tryggja sér atkvæði fólks sem er af rómönskum uppruna [e. Latino]. Í frétt Reuters segir að Harris hafi varað kjósendur við því að Trump muni minnka fjármagn í ýmis heilbrigðismál og minnti kjósendur á að hann hafi reynt að fella úr gildi Obamacare sem er löggjöf sem snýr að því að gera heilbrigðisþjónustu viðráðanlega í verði. Trump sagðist aldrei hafa reynt að fella löggjöfina úr gildi og að hann hafi aldrei hugsað um það. Trump fór frá Las Vegas til Arizona og með honum var fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News Tucker Carlson. Jennifer Lopez minnti fólk á að atkvæði þeirra skipti máli.Vísir/EPA Á sama tíma var poppdívan Jennifer Lopes með Kamölu Harris. Hún sagði í ræðu að Harris myndi berjast fyrir frelsi innflytjenda og fjölskyldna þeirra. Hún fordæmdi kosningafund Trump í Madison Square Garden þar sem stuðningsmenn hans kölluðu Puertó Ríkó „fljótandi eyju af rusli“. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York „Við ættum að vera í uppnámi. Við ættum að vera hrædd og brjáluð. Okkar sársauki skiptir máli… atkvæði þitt skiptir máli,“ sagði Lopez og lauk svo á orðunum „Let‘s get loud“ eða „Höfum hátt“ sem er einnig titill eins vinsælasta lags hennar sem kom út 1999.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Jafnréttismál Þungunarrof Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03 Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15
Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03
Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15