Horfði á lík fljóta fram hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 22:01 Valencia er eitt drullusvað. AP Photo/Manu Fernandez Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“ Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55
Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31
Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17