Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 18:05 Kristrún kynnti framkvæmdaplan á Egilsstöðum í dag. samfylkingin „Við verðum að taka á þessu braski sem er á húsnæðismarkaði,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem kynnti svokallað útspil flokksins í húsnæðis- og kjaramálum á Egilsstöðum síðdegis í dag. Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu. Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu.
Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira