Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2024 16:24 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira