Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar 30. október 2024 10:31 Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar