Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 16:24 Hluti af S-300 loftvarnarkerfi á sýningu í Rússlandi. Íranar áttu fjögur slík en þeim mun öllum hafa verið grandað af Ísraelum. Getty Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira