Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar 29. október 2024 14:45 Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun