Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 11:47 Naim Qassem, nýr leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil. Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil.
Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28
Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52
„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17