„Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 19:01 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32