Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 22:49 Einar Þorsteinsson borgarstjóri vill ekki meina að uppbygging í Grafarvogi sé þétting byggðar. Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan. Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira