Skammist ykkar! – opið bréf til þingmanna Eiríkur St. Eiríksson skrifar 23. október 2024 07:32 Nú á að kjósa til Alþingis enn einn ganginn. Fullt af góðu fólki reynir að komast að kjötkötlunum. Sumt er lafmótt eftir hjaðningarvíg innan eigin flokka og svo merkilegt sem það er, eiga 90% af þessum „góðmennum” það sameiginlegt að vilja helst skara eld að eigin köku. Það býður sig fram fyrir þjóðina en flokkarnir eru fljótir að breyta því í óvita og græðgispúka. Að vísu eru ekki allir undir sömu sökina seldir. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa fengið sitt tækifæri og það m.a.s. samfleytt í sjö ár. Þeir skila efnahagsmálunum í rúst, eru ráðalaus í húsnæðismálum, heilbrigiskerfið felst í því að starfsfólkið á að hlaupa hraðar, menntakerfið er ekki á vetur setjandi og innviðir eru í molum. Svo leyfa ráðamenn sér að berja sér á brjóst og segja að þjóðinni hafi aldrei að meðaltali liðið betur. Gott ef þeir trúa þessu ekki sjálfir. Nei, þeir sem kjósa þessa flokka eru upp til hópa masókistar sem annað hvort eru hreinlega glópar eða elska að kyssa vöndinn. Þetta greinarkorn var fyrst og fremst sett fram til að vekja athygli á bágri stöðu eldri borgara og öryrkja. Hópanna sem alltaf eru skertir og haldið í fátækragildru til þess að öðrum líði miklu betur – að sjálfsögðu að meðaltali. Það er eins og að landið farist ef ,,bognu bökin” borga ekki brúsann og innflutt, erlent vinnuafl heldur ekki hjólum atvinnulífsins gangandi. Vinnur láglaunastörfin. Auðvitað eiga hægri öfgamenn ekki við þetta fólk þegar þeir agnúast út í útlendinga. Þeir eiga bara við hælisleitendur og miðað við bullið í þessu rökþrota fólki mætti halda að hælisleitendur skiptu þúsundum hér á landi. Þessu vesalings fólki verður ekki svefnsamt nema að hægt sé að vísa langveiku barni út fyrir múrinn sem það hefur reist í huga sér. Mér varð það á í vetur að samþykkja eingreiðslu frá einhverjum lífeyrissjóði sem borgaði mér 3.500 krónur á mánuði. Mikið held ég að sjóðsstjórnin hafi verið fegin að losna við mig. Sjóðurinn greiddi mér um 850 þúsund krónur. Ríkið þurfti auðvitað á fá sína skatta og ég var bara ánægður með mín 470 þúsund sem ég hélt eftir. Nei, viti menn, Tryggingastofnun ríkisins komst að því að mátulegt væri á mig að skerða ellilífeyrinn um 330 þúsund krónur á árinu 2024 vegna þessarar eingreiðslu. Niðurstaðan var sú að ég greiddi 84% skatt til ríkisins og leið eins og rokkstjörnu sem var í þann veginn að flýja land vegna okurskatta. Málið er einfalt. Á meðan ráðamenn virðast telja að ellilífeyrir sé eitthvað sem detti af himnum ofan þá er vá fyrir dyrum. Alþingismenn hafa búið þannig um hnútana að Ísland er viðbjóðslegt þjóðfélag. Násugurnar hafa ekki aðeins gert skjólstæðingum Tryggingastofnunar ómögulegt að spara fyrir aðra en ríkið, heldur vilja þeir gefa firðina og vindaflið til erlendra gróðapunga. Flóttamaður frá Vestmannaeyjum berst fyrir því, sem bæjarstjóri í Þorlákshöfn, að fjalli sé mokað til Þýskalands og gott ef sama manni finnst ekki í góðu lagi að útlendingar fái að bora eftir einhverjum verðmætum á Selvogsbanka – einhverri mestu hrygningarslóð þorsks í heiminum og fleiri nytjategunda. Þá á að breyta Völlunum í Hafnarfirði í niðurdælingarstöð fyrir innflutt CO2 til að einhverjir græðiskarlar í útlöndum geti mengað meira. Nú síðast heyrði ég að hirðmaður Noregskonungs væri kominn í oddvitasæti hjá Íhaldinu í Norð-Austurkjördæmi. Óhamingju Íslands virðist flest verða að vopni þessa dagana. Það hafa fjórir þingmenn; Inga Sæland og Guðmundur I. Kristinsson hjá Flokki fólksins, Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum og Jóhann Páll Jóhannesson hjá Samfylkingu sýnt málefnum öryrkja og eldri borgara skilning. Hinir ættu að skammast sín. Vonandi tekur nýtt fólk skynsamlegar ákvarðanir og lætur ekki flokkana telja sér trú um að hvítt sé svart. Jafnvel í útlendingamálunum sem hægri öfgamenn vilja að kosningabaráttan snúist um. Það kallast á íslensku að drepa málum á dreif. Höfundur er fyrrum blaðamaður og núverandi öryrki og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Félagsmál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú á að kjósa til Alþingis enn einn ganginn. Fullt af góðu fólki reynir að komast að kjötkötlunum. Sumt er lafmótt eftir hjaðningarvíg innan eigin flokka og svo merkilegt sem það er, eiga 90% af þessum „góðmennum” það sameiginlegt að vilja helst skara eld að eigin köku. Það býður sig fram fyrir þjóðina en flokkarnir eru fljótir að breyta því í óvita og græðgispúka. Að vísu eru ekki allir undir sömu sökina seldir. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa fengið sitt tækifæri og það m.a.s. samfleytt í sjö ár. Þeir skila efnahagsmálunum í rúst, eru ráðalaus í húsnæðismálum, heilbrigiskerfið felst í því að starfsfólkið á að hlaupa hraðar, menntakerfið er ekki á vetur setjandi og innviðir eru í molum. Svo leyfa ráðamenn sér að berja sér á brjóst og segja að þjóðinni hafi aldrei að meðaltali liðið betur. Gott ef þeir trúa þessu ekki sjálfir. Nei, þeir sem kjósa þessa flokka eru upp til hópa masókistar sem annað hvort eru hreinlega glópar eða elska að kyssa vöndinn. Þetta greinarkorn var fyrst og fremst sett fram til að vekja athygli á bágri stöðu eldri borgara og öryrkja. Hópanna sem alltaf eru skertir og haldið í fátækragildru til þess að öðrum líði miklu betur – að sjálfsögðu að meðaltali. Það er eins og að landið farist ef ,,bognu bökin” borga ekki brúsann og innflutt, erlent vinnuafl heldur ekki hjólum atvinnulífsins gangandi. Vinnur láglaunastörfin. Auðvitað eiga hægri öfgamenn ekki við þetta fólk þegar þeir agnúast út í útlendinga. Þeir eiga bara við hælisleitendur og miðað við bullið í þessu rökþrota fólki mætti halda að hælisleitendur skiptu þúsundum hér á landi. Þessu vesalings fólki verður ekki svefnsamt nema að hægt sé að vísa langveiku barni út fyrir múrinn sem það hefur reist í huga sér. Mér varð það á í vetur að samþykkja eingreiðslu frá einhverjum lífeyrissjóði sem borgaði mér 3.500 krónur á mánuði. Mikið held ég að sjóðsstjórnin hafi verið fegin að losna við mig. Sjóðurinn greiddi mér um 850 þúsund krónur. Ríkið þurfti auðvitað á fá sína skatta og ég var bara ánægður með mín 470 þúsund sem ég hélt eftir. Nei, viti menn, Tryggingastofnun ríkisins komst að því að mátulegt væri á mig að skerða ellilífeyrinn um 330 þúsund krónur á árinu 2024 vegna þessarar eingreiðslu. Niðurstaðan var sú að ég greiddi 84% skatt til ríkisins og leið eins og rokkstjörnu sem var í þann veginn að flýja land vegna okurskatta. Málið er einfalt. Á meðan ráðamenn virðast telja að ellilífeyrir sé eitthvað sem detti af himnum ofan þá er vá fyrir dyrum. Alþingismenn hafa búið þannig um hnútana að Ísland er viðbjóðslegt þjóðfélag. Násugurnar hafa ekki aðeins gert skjólstæðingum Tryggingastofnunar ómögulegt að spara fyrir aðra en ríkið, heldur vilja þeir gefa firðina og vindaflið til erlendra gróðapunga. Flóttamaður frá Vestmannaeyjum berst fyrir því, sem bæjarstjóri í Þorlákshöfn, að fjalli sé mokað til Þýskalands og gott ef sama manni finnst ekki í góðu lagi að útlendingar fái að bora eftir einhverjum verðmætum á Selvogsbanka – einhverri mestu hrygningarslóð þorsks í heiminum og fleiri nytjategunda. Þá á að breyta Völlunum í Hafnarfirði í niðurdælingarstöð fyrir innflutt CO2 til að einhverjir græðiskarlar í útlöndum geti mengað meira. Nú síðast heyrði ég að hirðmaður Noregskonungs væri kominn í oddvitasæti hjá Íhaldinu í Norð-Austurkjördæmi. Óhamingju Íslands virðist flest verða að vopni þessa dagana. Það hafa fjórir þingmenn; Inga Sæland og Guðmundur I. Kristinsson hjá Flokki fólksins, Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum og Jóhann Páll Jóhannesson hjá Samfylkingu sýnt málefnum öryrkja og eldri borgara skilning. Hinir ættu að skammast sín. Vonandi tekur nýtt fólk skynsamlegar ákvarðanir og lætur ekki flokkana telja sér trú um að hvítt sé svart. Jafnvel í útlendingamálunum sem hægri öfgamenn vilja að kosningabaráttan snúist um. Það kallast á íslensku að drepa málum á dreif. Höfundur er fyrrum blaðamaður og núverandi öryrki og eldri borgari.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun