Fyrsti Íslendingurinn sem vinnur: Þú trúir þvi ekki hversu ánægður ég er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:32 Auðunn Guðmundsson var mjög ánægður í viðtalinu eftir keppnina. Skjámynd/Youtube Auðunn Guðmundsson skrifaði söguna í gær þegar hann tryggði liði sínu, Team Thor, sigur í LMP3 kappakstrinum í Le Mans Cup en þetta var lokakeppni tímabilsins og fór fram í Portimao í Portúgal. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur ökumaður og íslenskt lið fagnar sigri í þessari keppni en þetta var líka söguleg keppni fyrir Auðunn því þetta var hans síðasta keppni. Með því að vinna lokakeppni tímabilsins þá komust lið Auðuns upp úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Þeir hoppuðu því upp um þrjú sæti. Auðunn keyrir bílinn ásamt Bretanum Colin Noble. Það gekk mikið á fyrri hluta keppninnar en Auðunn og félagar komust í gegnum þann hamagang og voru í góðum málum seinni hlutann. Auðunn keyrði bílinn í fyrri hlutanum en Noble tók svo við. ELMS & LMC Media tók viðtal við Auðunn og liðsfélaga hans Colin Noble eftir að sigurinn var í höfn. „Þetta er mín síðasta keppni og þú trúir því ekki hversu ánægður ég er. Ég átti ekki von á þessu í morgun og þessi sigur kom því algjörlega úr heiðskíru lofti,“ sagði Auðunn. Þetta var rosaleg keppni og hann datt niður í ellefta sætið þegar öryggisbílinn kom fyrst inn á braut. „Ég var þarna orðinn ellefti en síðan náði ég sama hraða og hinir,“ sagði Auðunn. Hann náði hópnum áður en Colin tók við. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Ég hef verið að stefna að þessu næstum því allt mitt líf. Þetta verður því varla mikilvægara,“ sagði Auðunn eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NX28oScyh3c">watch on YouTube</a> Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur ökumaður og íslenskt lið fagnar sigri í þessari keppni en þetta var líka söguleg keppni fyrir Auðunn því þetta var hans síðasta keppni. Með því að vinna lokakeppni tímabilsins þá komust lið Auðuns upp úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Þeir hoppuðu því upp um þrjú sæti. Auðunn keyrir bílinn ásamt Bretanum Colin Noble. Það gekk mikið á fyrri hluta keppninnar en Auðunn og félagar komust í gegnum þann hamagang og voru í góðum málum seinni hlutann. Auðunn keyrði bílinn í fyrri hlutanum en Noble tók svo við. ELMS & LMC Media tók viðtal við Auðunn og liðsfélaga hans Colin Noble eftir að sigurinn var í höfn. „Þetta er mín síðasta keppni og þú trúir því ekki hversu ánægður ég er. Ég átti ekki von á þessu í morgun og þessi sigur kom því algjörlega úr heiðskíru lofti,“ sagði Auðunn. Þetta var rosaleg keppni og hann datt niður í ellefta sætið þegar öryggisbílinn kom fyrst inn á braut. „Ég var þarna orðinn ellefti en síðan náði ég sama hraða og hinir,“ sagði Auðunn. Hann náði hópnum áður en Colin tók við. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Ég hef verið að stefna að þessu næstum því allt mitt líf. Þetta verður því varla mikilvægara,“ sagði Auðunn eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NX28oScyh3c">watch on YouTube</a>
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira