Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. október 2024 09:58 Snorri Másson, ritstjóri Ritstjórans, vill oddvitasæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vísir/Vilhelm Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira