Örn í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 14:08 Árásin átti sér stað í janúar við Hofsvallagötu. vísir/Vilhelm Örn Geirdal Steinólfsson, 48 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í vesturbæ Reykjavíkur í janúar síðastliðnum. Þá þarf hann að greiða karlmanni sem hlaut hættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Erni var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Sagðist lítið muna eftir atburðum næturinnar Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar, sem hann muni smá eftir, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig, hann ætti einhverjar óljósar minningar um það. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Dómur í málinu hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Örn dæmdur í sex ára fangelsi sem bendir til þess að dómari hafi ekki metið framburð hans fyrir dómi trúverðugan. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann stakk 2,2 milljónir króna í miskabætur. Örn á sakaferil að baki en hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Tengdar fréttir Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. 10. september 2024 17:59 Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. 9. september 2024 13:53 „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. 9. september 2024 11:12 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Erni var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Sagðist lítið muna eftir atburðum næturinnar Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar, sem hann muni smá eftir, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig, hann ætti einhverjar óljósar minningar um það. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Dómur í málinu hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Örn dæmdur í sex ára fangelsi sem bendir til þess að dómari hafi ekki metið framburð hans fyrir dómi trúverðugan. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann stakk 2,2 milljónir króna í miskabætur. Örn á sakaferil að baki en hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Tengdar fréttir Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. 10. september 2024 17:59 Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. 9. september 2024 13:53 „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. 9. september 2024 11:12 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. 10. september 2024 17:59
Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46
Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. 9. september 2024 13:53
„Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. 9. september 2024 11:12