Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Jón Þór Stefánsson skrifar 15. október 2024 20:20 Ólafur Þ. Harðarson telur að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins frá 1979 hafi verið í huga Svandísar þegar hún lagði til bráðabirgðastjórn með Framsóknarflokknum. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. Í dag samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, að rjúfa þing að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hún bað sitjandi stjórn um að halda áfram sem starfsstjórn fram að kosningum, en Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að Vinstri grænir myndu ekki verða við þeirri beiðni. „Þegar stjórn biðst lausnar þá er það meginreglan, og það gerist eiginlega alltaf, að sú stjórn er beðin um að halda áfram sem starfsstjórn. Þannig að það að Halla hafi fallist á þingrofsbeiðni Bjarna er mjög skiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að það hafa eiginlega flestir eða allir flokkar lýst sig sammála því að kjósa núna 30. nóvember,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu um tíðindi dagsins. „Það hefur verið reglan að þegar stjórn biðst lausnar og forseti fellst á lausnarbeiðnina, þá biður hann stjórnina að halda áfram sem starfsstjórn. Hingað til hefur það aldrei gerst að ríkisstjórn hafi hafnað því, og sumir stjórnmálafræðingar telja það nánast skyldu hennar að gerast starfsstjórn.“ Þá segir Ólafur að nánast allir ráðherrar hafi hingað til fallist á að sitja áfram í sínum embættum. Hann segist hafa lesið að Brynjólfur Bjarnason hafi tekið sér umhugsunarfrest árið 1947 þegar svokölluð nýsköpunarstjórn sprakk, en hann hefði síðan fallist á að sitja áfram. Síðan minntist Bjarni Benediktsson á það í viðtali áðan að einn ráðherra hefði einu sinni hætt í þessum kringumstæðum og tekið að sér dómaraembætti. „Ég þekki það ekki, en það er eflaust rétt hjá Bjarna,“ segir Ólafur um það dæmi. Að minnsta kosti sé það „algjörlega skýr meginregla“ að fráfarandi ríkisstjórn sitji í starfsstjórn. „Þannig það að Vinstri græn neiti núna að taka þátt í starfsstjórninni, það eru algjör nýmæli í íslenskum stjórnmálum.“ Svandís líklega með fordæmi frá 1979 í huga Svandís hafði talað um að hún vildi heldur fá bráðabirgðastjórn Framsóknar og Vinstri grænna. Ólafur tekur fram að Svandís hafi talað um „starfsstjórn“ í þeim efnum, en það væri í raun ekki eiginleg starfsstjórn heldur bráðabirgðastjórn. Fordæmi fyrir slíku sé frá 1979. Þá hafi stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem var samansett af Framsókn, Alþýðuflokki, og Alþýðubandalagi, sprungið í byrjun októbermánaðar. „Þann 12. október þá baðst hann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þar með varð sú stjórn starfsstjórn. Hún hins vegar starfaði ekki nema í þrjá daga vegna þess að 15. október þá tilkynnti Kristján Eldjárn að hann væri búinn að skipa Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokksins, sem forsætisráðherra, og um leið rauf hann þingið að tillögu Benedikts,“ rekur Ólafur. Um hafi verið að ræða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem starfaði fram að kosningum 2. og 3. desember. Strax að loknum kosningum hafi Benedikt beðist lausnar. Forsetinn samþykkti það, en bað Benedikt að vera áfram þangað til ný stjórn yrði mynduð, en þá var um starfsstjórn að ræða, ekki bráðabirgðastjórn. Við tók mikil stjórnarkreppa, en ný stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð 8. febrúar 1980. Minnihlutastjórnin sat því í um fjóra mánuði. „Þegar Svandís talaði um hugsanlega minnihlutastjórn Framsóknar og Vinstri grænna hefur hún vafalítið verið með þetta fordæmi í huga,“ segir Ólafur. Hefði ekki gerst nema með vilja Sigurðar Inga „Það hefði verið annar möguleiki: Hefðu Sigurður Ingi og Svandís bæði viljað mynda svona minnihlutastjórn og þau fengið nægjanlegan stuðning eða hlutleysi meirihluta þingmanna, þá held ég að það sé mjög líklegt að forsetinn hefði samþykkt slíka stjórn og veitt Sigurði Inga umboð til stjórnarmyndunar.“ Að sögn Ólafs hefði sú leið verið stjórnskipulega fær, eins og dæmið frá 1979 sýnir. „En svona hefði aldrei gerst nema Sigurður Ingi vildi það, og í öðru lagi ef ellefu þingmenn úr stjórnarandstöðunni hoppað á vagninn,“ segir Ólafur. Mögulegt en ólíklegt að mynda minnihlutastjórn úr þessu Þrátt fyrir það segir Ólafur að þetta stjórnarmynstur sé í raun enn mögulegt, þó það verði að teljast ólíklegt. „Þingið gæti þess vegna samþykkt vantraust á þessa starfsstjórn, jafnvel þó það myndi ekki þjóna miklum tilgangi. Og Sigurður Ingi og Svandís myndu vilja reyna á þessa minnihlutastjórn Framsóknar og VG þá gætu þau það enn þá. Þá gengju þau á fund forseta og tilkynntu að slík stjórn væri á borðinu og hefði stuðning eða hlutleysi meirihluta þings. Þá væri mjög líklegt að Halla myndi veita honum stjórnarmyndunarumboð,“ segir Ólafur. „En eins og þetta stendur núna er þetta afskaplega ólíkleg sviðsmynd. En það er bara áhugavert að halda þessu til haga.“ Ólafi finnst langlíklegast að stjórnin fram að kosningum verði starfsstjórnin sem Halla hafi lagt upp með. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Í dag samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, að rjúfa þing að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hún bað sitjandi stjórn um að halda áfram sem starfsstjórn fram að kosningum, en Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að Vinstri grænir myndu ekki verða við þeirri beiðni. „Þegar stjórn biðst lausnar þá er það meginreglan, og það gerist eiginlega alltaf, að sú stjórn er beðin um að halda áfram sem starfsstjórn. Þannig að það að Halla hafi fallist á þingrofsbeiðni Bjarna er mjög skiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að það hafa eiginlega flestir eða allir flokkar lýst sig sammála því að kjósa núna 30. nóvember,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu um tíðindi dagsins. „Það hefur verið reglan að þegar stjórn biðst lausnar og forseti fellst á lausnarbeiðnina, þá biður hann stjórnina að halda áfram sem starfsstjórn. Hingað til hefur það aldrei gerst að ríkisstjórn hafi hafnað því, og sumir stjórnmálafræðingar telja það nánast skyldu hennar að gerast starfsstjórn.“ Þá segir Ólafur að nánast allir ráðherrar hafi hingað til fallist á að sitja áfram í sínum embættum. Hann segist hafa lesið að Brynjólfur Bjarnason hafi tekið sér umhugsunarfrest árið 1947 þegar svokölluð nýsköpunarstjórn sprakk, en hann hefði síðan fallist á að sitja áfram. Síðan minntist Bjarni Benediktsson á það í viðtali áðan að einn ráðherra hefði einu sinni hætt í þessum kringumstæðum og tekið að sér dómaraembætti. „Ég þekki það ekki, en það er eflaust rétt hjá Bjarna,“ segir Ólafur um það dæmi. Að minnsta kosti sé það „algjörlega skýr meginregla“ að fráfarandi ríkisstjórn sitji í starfsstjórn. „Þannig það að Vinstri græn neiti núna að taka þátt í starfsstjórninni, það eru algjör nýmæli í íslenskum stjórnmálum.“ Svandís líklega með fordæmi frá 1979 í huga Svandís hafði talað um að hún vildi heldur fá bráðabirgðastjórn Framsóknar og Vinstri grænna. Ólafur tekur fram að Svandís hafi talað um „starfsstjórn“ í þeim efnum, en það væri í raun ekki eiginleg starfsstjórn heldur bráðabirgðastjórn. Fordæmi fyrir slíku sé frá 1979. Þá hafi stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem var samansett af Framsókn, Alþýðuflokki, og Alþýðubandalagi, sprungið í byrjun októbermánaðar. „Þann 12. október þá baðst hann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þar með varð sú stjórn starfsstjórn. Hún hins vegar starfaði ekki nema í þrjá daga vegna þess að 15. október þá tilkynnti Kristján Eldjárn að hann væri búinn að skipa Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokksins, sem forsætisráðherra, og um leið rauf hann þingið að tillögu Benedikts,“ rekur Ólafur. Um hafi verið að ræða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem starfaði fram að kosningum 2. og 3. desember. Strax að loknum kosningum hafi Benedikt beðist lausnar. Forsetinn samþykkti það, en bað Benedikt að vera áfram þangað til ný stjórn yrði mynduð, en þá var um starfsstjórn að ræða, ekki bráðabirgðastjórn. Við tók mikil stjórnarkreppa, en ný stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð 8. febrúar 1980. Minnihlutastjórnin sat því í um fjóra mánuði. „Þegar Svandís talaði um hugsanlega minnihlutastjórn Framsóknar og Vinstri grænna hefur hún vafalítið verið með þetta fordæmi í huga,“ segir Ólafur. Hefði ekki gerst nema með vilja Sigurðar Inga „Það hefði verið annar möguleiki: Hefðu Sigurður Ingi og Svandís bæði viljað mynda svona minnihlutastjórn og þau fengið nægjanlegan stuðning eða hlutleysi meirihluta þingmanna, þá held ég að það sé mjög líklegt að forsetinn hefði samþykkt slíka stjórn og veitt Sigurði Inga umboð til stjórnarmyndunar.“ Að sögn Ólafs hefði sú leið verið stjórnskipulega fær, eins og dæmið frá 1979 sýnir. „En svona hefði aldrei gerst nema Sigurður Ingi vildi það, og í öðru lagi ef ellefu þingmenn úr stjórnarandstöðunni hoppað á vagninn,“ segir Ólafur. Mögulegt en ólíklegt að mynda minnihlutastjórn úr þessu Þrátt fyrir það segir Ólafur að þetta stjórnarmynstur sé í raun enn mögulegt, þó það verði að teljast ólíklegt. „Þingið gæti þess vegna samþykkt vantraust á þessa starfsstjórn, jafnvel þó það myndi ekki þjóna miklum tilgangi. Og Sigurður Ingi og Svandís myndu vilja reyna á þessa minnihlutastjórn Framsóknar og VG þá gætu þau það enn þá. Þá gengju þau á fund forseta og tilkynntu að slík stjórn væri á borðinu og hefði stuðning eða hlutleysi meirihluta þings. Þá væri mjög líklegt að Halla myndi veita honum stjórnarmyndunarumboð,“ segir Ólafur. „En eins og þetta stendur núna er þetta afskaplega ólíkleg sviðsmynd. En það er bara áhugavert að halda þessu til haga.“ Ólafi finnst langlíklegast að stjórnin fram að kosningum verði starfsstjórnin sem Halla hafi lagt upp með.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira